Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.7.–13.8.2019

2

Í vinnslu

  • 14.8.2019–14.12.2021

3

Samráði lokið

  • 15.12.2021

Mál nr. S-203/2019

Birt: 30.7.2019

Fjöldi umsagna: 6

Áform um lagasetningu

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um breytingu á lögum um sölu fasteigna og skipa

Niðurstöður

Fallið var frá því að vinna drög að áformuðu frumvarpi.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áformar að leggja til breytingar á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015.

Nánari upplýsingar

Frá gildistöku laga nr. 70/2015 hefur komið í ljós að rétt sé að leggja til nokkrar afmarkaðar breytingar á lögunum. Þær breytingar sem áformað er að leggja til á lögunum eru:

1. Tímabinding einkasöluumboða.

2. Fellt verði undir lögin sala félaga þar sem megin eign félags er fasteign eða fasteignir.

3. Breyting á fyrirkomulagi 25. gr. laganna í þeim tilvikum sem eftirlitsnefnd fasteignasala telur að milliganga um sölu fasteigna og skipa sé stunduð án löggildingar og að loka beri viðkomandi starfsstöð vegna þess.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is