ATH! Engin mál fundust fyrir þessi leitarskilyrði. Þú getur einnig leitað eftir málum með því að velja málefnasvið og stofnun hér efst á síðunni.
Lagt er til að styrkja heimildir Verðlagsstofu skiptaverðs til að viðhafa markvissara eftirlit með fiskverði og stytta málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.
Forgangslistinn tekur til mála í lagasetningarferli hjá ESB sem metin eru sem forgangsmál út frá hagsmunum Íslands vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.
Frumvarpið miðar að því að styrkja heimildir Seðlabankans til að efla viðnámsþrótt í greiðslumiðlun hér á landi og með því stuðla að fjármálastöðugleika og þjóðaröryggi.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnarinnar er áhersla lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal áhersluverkefna sem þar eru tilgreind er mótun áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu.
Með frumvarpinu er lagt til að setja reglugerðarheimild í lögin svo ráðherra sé heimilt að kveða með nánari hætti á um stoðþjónustu, m.a. um aðstoðarmannakort fatlaðs fólks og fæðisfé starfsfólks.
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu, drög að frumvarpi til laga um sjávarútveg og tillögur um útfærslu á innviðaleið.
Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030. Byggt á vinnu sjö starfshópa, og stýrihóps, um mótun ferðamálastefnu 2030 og aðgerðaráætlun hennar. Sjá nánar www.ferdamalastefna.is.
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um fyrirtækjaskrá o.fl. lögum v. ákvæða í tilskipunum og reglugerðum ESB um samtengingarkerfi skráa skv. 22. gr. tilskipunar 2017/1132.
Lögð er til breyting á ákvæði reglugerðarinnar um miðaverð.
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um áætlun eignarmarka sem samin eru með stoð í 5. mgr. 3. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001.
Drög að frumvarpi til laga sem felur í sér að gera breytingar á ýmsum lögum vegna þjóðlendna. Einkum lúta breytingarnar að væntanlegum starfslokum óbyggðanefndar.
Til stendur að taka hjúskaparlög nr. 31/1993 til heildarendurskoðunar. Hægt er að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri sem gætu gagnast vegna endurskoðunarinnar.