ATH! Engin mál fundust fyrir þessi leitarskilyrði. Þú getur einnig leitað eftir málum með því að velja málefnasvið og stofnun hér efst á síðunni.
Matvælaráðuneytið kynnir skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um fyrirtækjaskrá og fl. v. ákvæða í tilskipunum og reglugerðum framkvæmdastjórnar ESB um samtengingarkerfi skráa skv. 22. gr. tilskipunar 2017/1132.
Matvælaráðuneytið hóf árið 2022 vinnu við gerð vegvísis um nýtingu á lífrænum efnum í landbúnaði og landgræðslu.
Markmið með endurskoðuninni er að bæta gæði jöfnunar, einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og að Jöfnunarsjóður fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.
Innviðaráðuneytið kynnir drög að nýjum reglugerðum um skoðanir á skipum. Með breytingunum er lagt til að tekinn verði upp fimm ára skoðunarhringur á skipum í stað fjögurra ára.
Vegvísir að vistvænum samgöngum á Íslandi til ársins 2030 mun innihalda skilgreindar tímasettar aðgerðir sem miða að því að markmiðum um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði náð.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar til samráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi til ársins 2025
Í frumvarpinu er að finna breytingar á lögum um endurskoðendur nr. 94/2019 og breytingar á lögum um ársreikninga nr. 3/2006. Hluti frumvarpsins var birtur í samráðsgáttinni 11. nóvember sl.
Markmið hvítbókarinnar er að hvetja til umræðu um drög að stefnu ríkisvaldsins í málefnum sveitarfélaganna og möguleg áhrif hennar á íslenskt samfélag til skemmri og lengri tíma.
Um er að ræða drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og lögum um tekjuskatt.
Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu til næstu fimm ára í samræmi við lýðheilsustefnu til ársins 2030.
Áform um lagasetningu til þess að heimila stafræna málsmeðferð í fjárnáms- og nauðungarsölumálum.