ATH! Engin mál fundust fyrir þessi leitarskilyrði. Þú getur einnig leitað eftir málum með því að velja málefnasvið og stofnun hér efst á síðunni.
Ákvæði um rafrænar skuldaviðurkenningar, sem verði nýtt lánsform til neytenda og valkostur við fasteignakaup og bifreiðakaup til hliðar við lán sem veitt eru í formi hefðbundinna veðskuldabréfa.
Með hinni fyrirhuguðu lagasetningu er ætlunin að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun og auka þannig skilvirkni og hagkvæmni í rekstri héraðsdómsstigsins.
Kynnt eru drög að reglugerð um brottfall reglugerða á sviði félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Áformað er að leggja til breytingar á búsetuskilyrðum stjórnenda í lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi þannig að komið verði til móts við athugasemdir frá ESA.
Áformað er að leggja til nauðsynlegar breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, sem fela í sér að innheimta meðlaga verði færð frá sveitarfélögum til ríkisins.
Lagt er til að endurskoðað verði aldursfriðunarákvæði fornleifa í lögum um menningarminjar nr. 80/2012, svokölluð 100 ára regla.
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga skv. ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004 vegna breytinga á lagaumhverfi.
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um brottfall fjögurra reglugerða á sviði barnaverndar og settar voru í tíð eldri laga.
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum, nr. 907/2005 vegna aðlögunar reglugerðarinnar að breyttu lagaumhverfi.
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir, nr. 1038/2018, vegna breytinga á lagaumhverfi.
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um br. á rg. um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda skv. ákv. bvl. (sumarbúðir o.fl.) vegna breytinga á lagaumhverfi.
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.