Málefnasvið
Stofnun
Röðun
Staða máls
Tegund máls
Tímabil
Augnablik..
Sæki mál sem uppfylla valin skilyrði

ATH! Engin mál fundust fyrir þessi leitarskilyrði. Þú getur einnig leitað eftir málum með því að velja málefnasvið og stofnun hér efst á síðunni.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á starfsleyfis- eða skráningarskyldri starfsemi í þá veru að einungis verði gerð krafa um starfsleyfi eða að starfsemi sé skráð þegar þess er þörf með tilliti til umfangs og eðli starfseminnar. Markmið með frumvarpinu er að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Í drögum að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur er gert ráð fyrir að rekstraraðilum verði skylt að skrá tiltekna starfsemi í miðlæga rafræna gátt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og rafræna stjórnsýslu.

Óskað er eftir umsögnum um eftirfarandi textadrög þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Áherslur nefndar í lagafrumvarp um hálendisþjóðgarð og umfjöllun nefndar um fjármögnun hálendisþjóðgarðs.

Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða tvær tilskipanir ESB þar sem settar eru fram nýjar og endurskoðaðar reglur um úrgangsstjórnun og gera breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs til að samræma lögin efnisákvæðum tilskipananna.

Fyrirhugað er að leggja til breytingar á lögum um úrvinnslugjald í samræmi við þær kröfur sem kveðið er á um í tilskipun (ESB) 2018/851, um breytingu á tilskipun 2008/98/EB, um úrgang til kerfa sem byggja á framlengdri framleiðendaábyrgð.

Breytingar verða lagðar til á lögum um loftslagsmál til þess að innleiða breytingar á tilskipun (ESB) 2018/410 sem breytir tilskipun 2003/87/EB um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frumvarpið mun einnig veita tveimur reglugerðum ESB lagastoð (2018/841 LULUCF og 2018/842 ESR) en innleiðing gerðanna er lykilatriði í samkomulagi Íslands við ESB og Noreg um markmið á grundvelli Parísarsamningsins.

Reglugerðin er sett á grundvelli nýrra laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Hún fjallar nánar á um gerð strandsvæðisskipulags og ferli þess og starf svæðisráða í tengslum við gerð skipulagsins.

Breytingar á reglugerðum varðandi veitingaþjónustu á baðstöðum sem heyra undir reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um hollustuhætti um að heimila að gæludýr verði leyfð í almenningsvögnum í þéttbýli að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um (8.) drög að breytingu á byggingarreglugerð. Megintilefnið eru orkuskipti í samgöngum og þær breytingar sem gerðar voru síðastliðið vor á lögum um mannvirki hvað varðar stjórnsýslu mannvirkjamála. Umsögnum skal skilað eigi síðar en 17. desember 2018.

Um er að ræða tillögu að (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012. Efni þess varðar orkuskipti í samgöngum. Þá er einnig að finna smávægilegar breytingar eða uppfærslur í samræmi við gildandi lög, aðrar reglugerðir og staðla.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að (7.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki.