Málefnasvið
Stofnun
Röðun
Staða máls
Tegund máls
Tímabil
Augnablik..
Sæki mál sem uppfylla valin skilyrði

ATH! Engin mál fundust fyrir þessi leitarskilyrði. Þú getur einnig leitað eftir málum með því að velja málefnasvið og stofnun hér efst á síðunni.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra í júní sl., hefur tekið saman drög að lýsingu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð áætlunarinnar, svo sem um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugaða kynningu og samráð við mótun áætlunarinnar. Drög að lýsingu verða til kynningar og umsagnar til 31. janúar 2020.

Í frumvarpinu er lögð til lagfæring á skilgreiningu hugtaksins „óbyggt víðerni“.

Með frumvarpinu er lagt er til að sett verði á fót ný stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða.

Með frumvarpinu er lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu í samræmi við sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis frá 30. nóvember 2017.

Verkefnisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra í júní 2019, hefur tekið saman drög að lýsingu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð áætlunarinnar, svo sem um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugaða kynningu og samráð við mótun áætlunarinnar. Drög að lýsingu verða til kynningar og umsagnar til 3. mars 2020.

Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða tilskipun (ESB) 2018/850, um breytingu á tilskipun 1999/31/EB um urðun úrgangs, og tilskipun (ESB) 2018/851, um breytingu á tilskipun 2008/98/EB um úrgang. Nauðsynlegt er að samræma lög um meðhöndlun úrgangs efnisákvæðum þessara tilskipana.

Í áformuðu frumvarpi verða lagðar til breytingar á lögum nr. 48/2011 um verndar og orkunýtingaráætlun.

Markmið með frumvarpinu er að draga úr áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks og styðja við hringrásarhagkerfið og notkun endurnotanlegra vara. Með frumvarpinu er innleidd ný Evróputilskipun um plastvörur.

Umhverfis- og auðlindaráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að áherslum sem frumvarpið mun byggja á.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um loftslagsmál með það að markmiði að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Nauðsynlegt er að uppfæra ýmis ákvæði laganna og setja ný ákvæði sem styrkja stjórnsýslu í loftslagsmálum og auðvelda stjórnvöldum að ná settum markmiðum í loftslagsmálum, s.s. um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi.

Í áformuðu frumvarpi verða lagðar til breytingar á lögum 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.