Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–19.2.2018

2

Í vinnslu

  • 20.2.–19.11.2018

3

Samráði lokið

  • 20.11.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-1/2018

Birt: 2.2.2018

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001

Niðurstöður

Samráð var haft við fjármála- og efnahagsráðuneyti vegna ákvæða EES-samningsins um ríkisaðstoð og vegna annarra þjóðréttarsamninga. Frumvarpið var kynnt á samráðsvef Stjórnarráðsins 5. febrúar 2018 og bárust ráðuneytinu nokkrar athugasemdir sem snertu einkum skilgreiningar á hugtökum, skipan í kvikmyndaráð og skipunartíma forstöðumanns. Farið var yfir þær og tekið tillit til þeirra eftir atvikum.

Málsefni

Frumvarpið kveður á um breytingar á kvikmyndalögum nr. 137/2001, einkum vegna nýrra leiðbeinandi regla frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um ríkisaðstoð til kvikmynda og annarra hljóð- og myndmiðlunarverka. Þá eru aðrar breytingar sem nauðsynlegar þykja í ljósi reynslu af beitingu laganna.

Nánari upplýsingar

Hingað til hafa úthlutanir Kvikmyndasjóðs einskorðast við íslenskar kvikmyndir sem samkvæmt kvikmyndalögum eru kvikmyndir sem eru unnar eða kostaðar af íslenskum aðilum eða eru samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila. Slíkar úthlutanir, sem ekki gera ráð fyrir styrkgreiðslum til framleiðenda sem hafa staðfestu í öðrum EES - ríkjum eða fela í sér aðrar beinar eða óbeinar kröfur um þjóðerni, eru ekki í samræmi við 46. mgr. leiðbeiningarreglna ESA, sem segir að tryggja þurfi m.a. að meginregla 4. gr. EES-samningsins sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis sé virt við framkvæmd ákvæða um aðstoð til kvikmyndagerðar. Meginefni frumvarpsins er því koma til móts við þessar reglur með því að kveða á um með skýrum hætti að umsækjendur frá öðrum ríkjum EES geti sótt um styrk til kvikmyndasjóðs. Jafnframt eru sett ítarlegri skilyrði en nú eru um að styrkur verði einungis veittur vegna íslenskra kvikmynda, kvikmynda sem eru á íslenskri tungu eða hafa íslenska menningarlega eða samfélagslega skírskotun.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

postur@mrn.is