Samráð fyrirhugað 14.08.2018—29.08.2018
Til umsagnar 14.08.2018—29.08.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 29.08.2018
Niðurstöður birtar 17.09.2018

Frumvarp til laga um brottfall laga nr. 51/1924 um ríkisskuldabréf

Mál nr. 102/2018 Birt: 13.08.2018 Síðast uppfært: 17.09.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Frumvarpsdrög voru birt til umsagnar hinn 14. ágúst 2018 í samráðsgátt stjórnarráðsins og veittar voru tvær vikur til að skila inn umsögnum. Engin umsögn barst.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.08.2018–29.08.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.09.2018.

Málsefni

Með frumvarpsdrögunum er lagt til að lög nr. 51/1924 um ríkisskuldabréf falli úr gildi.

Frumvarpsdrögin voru samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Með þeim er lagt til að lög nr. 51/1924 um ríkisskuldabréf falli úr gildi. Lögin eru komin til ára sinna og nýrri löggjöf um fjármögnun ríkissjóðs hefur leyst þau af hólmi, sbr. lög nr. 79/1983 um innlenda lánsfjáröflun ríkissjóðs og lög nr. 43/1990 um lánasýslu ríkisins. Ein efnisleg breyting felst í því að fella lögin úr gildi í heild sinni og hún er sú að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna, um að ríkisskuldabréf skuli ekki gefa út til lengri tíma en 25 ára, mun falla úr gildi.

Undirbúnings- og greiningarvinna vegna frumvarpsins fór fram í samstarfi við Seðlabanka Íslands sem sinnir lánaumsýslu ríkissjóðs, samkvæmt samningi á milli bankans og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, á grundvelli heimildar í 6. gr. laga nr. 43/1990 um lánasýslu ríkisins.

Sjá nánari umfjöllun um mat á áhrifum í greinargerð með frumvarpsdrögunum og í fylgiskjali um áhrifamat.