Samráð fyrirhugað 14.08.2018—29.08.2018
Til umsagnar 14.08.2018—29.08.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 29.08.2018
Niðurstöður birtar 20.12.2018

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda

Mál nr. 103/2018 Birt: 13.08.2018 Síðast uppfært: 20.12.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Frumvarpið verður ekki lagt fram á yfirstandandi þingi sökum þess að upptaka tilskipunar 2014/17/ESB um fasteignalán til neytenda í EES-samninginn hefur dregist af ófyrirséðum ástæðum. Tvær umsagnir bárust, þar af önnur þeirra eftir auglýstan umsagnartíma. Báðar fólu þær í sér athugasemdir við lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016. Hvorug þeirra fól í sér athugasemdir um efni frumvarpsins, þ.e. viðskipti lánamiðlara yfir landamæri. Efni umsagnanna verður skoðað sérstaklega á öðrum vettvangi og það metið hvort ástæða sé til að bregðast við þeim.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.08.2018–29.08.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.12.2018.

Málsefni

Með frumvarpsdrögunum er lagt til að ákvæði fasteignalánatilskipunarinnar um heimildir lánamiðlara til að stunda viðskipti yfir landamæri verði tekin upp í íslenskan rétt.

Frumvarpsdrög þessi voru samin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Með þeim eru lagðar til breytingar á lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda sem fela í sér að ákvæði tilskipunar 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipun 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 (fasteignalánatilskipunin) um heimildir lánamiðlara til að stunda viðskipti yfir landamæri verði tekin upp í íslenskan rétt.

Með lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda, og reglugerð nr. 270/2017 um sama efni, voru efnisákvæði tilskipunarinnar að mestu tekin upp í íslenskan rétt en ekki var hægt að taka upp ákvæði um heimildir lánamiðlara til að stunda viðskipti yfir landamæri sökum þess hlutverks sem að Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópska bankaeftirlitsstofnunin spila er kemur að samstarfi og úrlausn ágreinings á milli lögbærra yfirvalda í mismunandi aðildarríkjum og að gerðin var ekki orðinn hluti EES-samningsins. [Stefnt er að upptöku fasteignalánatilskipunarinnar í EES-samninginn snemma næsta haust og verður hún því orðinn hluti samningsins áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi]. Verði frumvarpið að lögum verður innleiðingu fasteignalánatilskipunarinnar lokið.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á köflum XIV. og XV. í lögum nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Í þeim köflum verður nýjum ákvæðum er varða heimildir lánamiðlara til að eiga viðskipti yfir landamæri, hvernig haga eigi eftirliti með slíkum aðilum og hvernig leysa beri úr ágreiningi á milli eftirlitsstjórnvalda fundinn staður. Lánamiðlarar sem að miðla fasteignalánum til neytenda munu geta boðið fasteignalán hérlendis, sama hvar þeir eru staðsettir innan EES. Hið sama á við um heimildir íslenskra lánamiðlara (ef slíkir aðilar hefja starfsemi í framtíðinni) til að bjóða þjónustu sína í öðrum EES-ríkjum.

Við vinnslu frumvarpsins var haft samráð Fjármálaeftirlitið og Neytendastofu.

Engir lánamiðlarar starfa á Íslandi en starf þeirra felst almennt í því að eiga milligöngu um lán, frá lánastofnunum, til neytenda og eftir atvikum að aðstoða lántaka við að taka lán, t.d. með því að safna réttum gögnum. Talið er að fyrirhugaðar breytingar muni hafa mjög lítil, ef nokkur, áhrif hér á landi. Þær ríkisstofnanir, Fjármálaeftirlitið og Neytendastofu, sem fara með eftirlit með lögunum eru í stakk búnar til þess að takast á við þær breytingar sem fyrirséðar eru. Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið muni fela í sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð.

Sjá nánari umfjöllun um mat á áhrifum í greinargerð með frumvarpinu og í fylgiskjali um áhrifamat.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#2 Hagsmunasamtök heimilanna - 29.08.2018

Sjá viðhengi.

Viðhengi