Samráð fyrirhugað 22.08.2018—08.10.2018
Til umsagnar 22.08.2018—08.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 08.10.2018
Niðurstöður birtar 05.11.2019

Heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Mál nr. 107/2018 Birt: 21.08.2018 Síðast uppfært: 05.11.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Óskað var eftir athugasemdum og hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum í samráðsgátt Stjórnarráðsins á tímabilinu 21. ágúst til 8. október 2018. Athugasemdir og hugmyndir bárust frá 14 aðilum. Helstu atriði er fram komu í þeim athugasemdum er bárust hafa verið tekin saman og eru hér í samantektarskjali. Afraksturinn verður nýttur við heildarendurskoðun laganna.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.08.2018–08.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.11.2019.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. ATH að frestur til að skila athugasemdum eða hugmyndum hefur verið framlengdur til 8. október nk.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að taka lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum til heildarendurskoðunar.

Þann 14. ágúst sl. var á Grand hóteli haldinn upphafsfundur vegna endurskoðunar laganna. Fundurinn var með þjóðfundarsniði og til fundarins var boðið félagasamtökum, framkvæmdaraðilum, sveitarfélögum, stofnunum, háskólafólki og öðrum hagsmunaaðilum. Markmið fundarins var að leita eftir sjónarmiðum fundargesta vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Á fundinum var leitast við að svara tveimur grundvallarspurningum varðandi mat á umhverfisáhrifum. Þær spurningar voru eftirfarandi:

1. Með hvaða hætti er hægt að tryggja sem best lýðræðislega aðkomu almennings, félagasamtaka og haghafa að ferli við mat á umhverfisáhrifum?

2. Með hvaða hætti er hægt að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum?

Afrakstur þessa upphafsfundar verður yfirfarinn og nýttur við heildarendurskoðun laganna. Næstu skref í ferlinu eru að skipa starfshópur til að vinna að heildarendurskoðun laganna. Samhliða verður ráðinn sérfræðingur sem mun hafa það verkefni að greina núverandi löggjöf sem byggir á tilskipun Evrópusambandsins og skoða sambærilega löggjöf og ferli umhverfismats í okkar nágrannaríkjum.

Til að tryggja aðkomu sem flestra að heildarendurskoðun laganna og að allar athugasemdir berist sem fyrst í ferlinu óskar umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir frekari athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.

Óskað er eftir því að athugasemdir berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 8. október nk.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Gró Einarsdóttir - 06.09.2018

Sæl!

Af gefnu tillögu ætla ég að koma hér um tillögur hvernig hægt er að fá fólk til að taka þátt í samráði. Þrátt fyrir að hægt hafi verið að senda inn umsögn um þetta mál síðan í ágúst hefur engin umsögn borist um mánuði seinna. Til þess að samráð hafi tilskyld áhrif verður fólk að taka þátt!

Þess vegna deili ég með mig grein sem ég skrifaði umm rannsóknir á samráði, sem mér hefur ekki enn gefist tækifæri til að birta.

Bestu

Gró

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Vegagerðin - 28.09.2018

Umsögn Vegagerðarinnar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Gísli Gíslason - 01.10.2018

Hafnasamband Íslands beinir þeirri eindregnu áskorun til umhverfisráðherra að regluverk um dýpkun í höfnum (dýpkun vegna nýrra mannvirkja og viðhaldsdýpkun) verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að regluverkið verði skýrt og einfalt.

Með breytingu á lögum um umhverfismat árið 2014 var tekið inn séríslenskt ákvæði um haugsetningu efnis og ákvæði um að dýpkun hafna tengt námuvinnslu. Ákvæði um dýpkun hafna var felld burt og sett undir liðinn námuiðnaður í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Breyting hefur leitt af sér að við sérhverja dýpkun eru þau fyrirspurnarskyld um umhverfismatsskyldu og þá um leið samkvæmt lögum framkvæmdaleyfisskyld af hálfu sveitastjórnar. Sú meðferð er til þess fallin að valda verulegum töfum á nauðsynlegum framkvæmdum m.a. vegna umsagnarskyldu fjölmargra aðila. Á þeim umsögnum eru síðan oft á tíðum óljós tímamörk sem lengir alla ferla enn frekar. Þá eru ákvæði laga einnig flókin þegar kemur að lögsögu sveitarfélaga annars vegar og ríkis hins vegar. Varp dýpkunarefna í hafið og leyfi fyrir losun þess var áður á hendi Umhverfisstofunnar en með þessari breytingu eru dýpkunarmál einnig orðið umfjöllunarmál Orkustofnunar sem hefur með alla efnistöku og námuiðnað á hafsbotni að gera utan netalagna 115 m frá strönd.

Ofangreind staða er óviðunandi með öllu fyrir íslenskar hafnir, sem þurfa í smærri verkefnum að bregðast hratt við auk þess sem taka þarf tillit til möguleikann á að fá þau fáu tæki sem til eru á landinu í þau verkefni sem liggja fyrir á hverjum stað. Íslenskar hafnir eru sammála því að dýpkun í höfnum þurfi að lúta ákveðnu ferli og eftirliti Umhverfisstofnunar, en mjög mikilvægt er að það ferli hamli ekki möguleikum hafna að halda viðlegusvæðum í nægjanlegu dýpi enda öryggismál að skip strandi ekki eða lendi í vandræðum vegna ónógs dýpis.

F.h. Hafnasambands Íslands

Gísli Gíslason

formaður stjórnar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Pétur Reimarsson - 02.10.2018

Í viðhengi má finna umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Baldur Dýrfjörð - 04.10.2018

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Írís Bjarmundsdóttir

Skuggasundi 1

101 Reykjvík

Efni: Heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Hjálögð er umsögn Samorku - samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Virðingarfyllst,

Baldur Dýrfjörð lögfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samband íslenskra sveitarfélaga - 05.10.2018

Vinsamlegast sjá meðfylgjandi umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Með kveðju,

f.h. Sambandsins,

Vigdís Häsler

lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Íris Lind Sæmundsdóttir - 05.10.2018

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn OR og dótturfélaga vegna fyrirhugaðrar heildarendurskoðunar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Kveðja, Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Héðinn Valdimarsson - 05.10.2018

Umsögn Hafrannsóknastofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Landsnet hf. - 07.10.2018

Meðfylgjandi er umsögn Landsnets í máli nr. S-107/2018.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Verkfræðingafélag Íslands - 07.10.2018

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Samtök ferðaþjónustunnar - 08.10.2018

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi eru ábendingar Samtaka ferðaþjónustunnar um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Mest bestu kveðjum

F.h. Samtaka ferðaþjónustunnar

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Guðmundur Elíasson - 08.10.2018

Í viðhengi má finna umsögn frá Hafnarfjarðarbæ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Landvernd - 08.10.2018

Vinsamlegast athugið að skjal dagsett 20181008 er umsögnin, hin tvö skjölin eru viðhengi

Viðhengi Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Ásdís Hlökk Theodórsdóttir - 08.10.2018

Ábendingar frá Skipulagsstofnun um efnisatriði sem vert er að taka til skoðunar við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.

Viðhengi