Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.8.–8.10.2018

2

Í vinnslu

  • 9.10.2018–4.11.2019

3

Samráði lokið

  • 5.11.2019

Mál nr. S-107/2018

Birt: 21.8.2018

Fjöldi umsagna: 14

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Niðurstöður

Óskað var eftir athugasemdum og hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum í samráðsgátt Stjórnarráðsins á tímabilinu 21. ágúst til 8. október 2018. Athugasemdir og hugmyndir bárust frá 14 aðilum. Helstu atriði er fram komu í þeim athugasemdum er bárust hafa verið tekin saman og eru hér í samantektarskjali. Afraksturinn verður nýttur við heildarendurskoðun laganna.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. ATH að frestur til að skila athugasemdum eða hugmyndum hefur verið framlengdur til 8. október nk.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að taka lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum til heildarendurskoðunar.

Þann 14. ágúst sl. var á Grand hóteli haldinn upphafsfundur vegna endurskoðunar laganna. Fundurinn var með þjóðfundarsniði og til fundarins var boðið félagasamtökum, framkvæmdaraðilum, sveitarfélögum, stofnunum, háskólafólki og öðrum hagsmunaaðilum. Markmið fundarins var að leita eftir sjónarmiðum fundargesta vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Á fundinum var leitast við að svara tveimur grundvallarspurningum varðandi mat á umhverfisáhrifum. Þær spurningar voru eftirfarandi:

1. Með hvaða hætti er hægt að tryggja sem best lýðræðislega aðkomu almennings, félagasamtaka og haghafa að ferli við mat á umhverfisáhrifum?

2. Með hvaða hætti er hægt að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum?

Afrakstur þessa upphafsfundar verður yfirfarinn og nýttur við heildarendurskoðun laganna. Næstu skref í ferlinu eru að skipa starfshópur til að vinna að heildarendurskoðun laganna. Samhliða verður ráðinn sérfræðingur sem mun hafa það verkefni að greina núverandi löggjöf sem byggir á tilskipun Evrópusambandsins og skoða sambærilega löggjöf og ferli umhverfismats í okkar nágrannaríkjum.

Til að tryggja aðkomu sem flestra að heildarendurskoðun laganna og að allar athugasemdir berist sem fyrst í ferlinu óskar umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir frekari athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.

Óskað er eftir því að athugasemdir berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 8. október nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Íris Bjargmundsdóttir

postur@uar.is