Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.–29.8.2018

2

Í vinnslu

  • 30.8.2018–21.1.2019

3

Samráði lokið

  • 22.1.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-108/2018

Birt: 23.8.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Reglugerð um tilkynningar til Neytendastofu um markaðssetningu rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur

Niðurstöður

Ein umsögn barst og voru sjónarmið í þeirri umsögn tekin til skoðunar og gerðar breytingar á reglugerðinni til að tryggja skýrleika. Reglugerðin var í framhaldinu undirrituð og birt í Stjórnartíðindum. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/0803-2018

Málsefni

Í 14. gr. laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín er gerð sú krafa að innflytjendur og framleiðendur rafrettna sem hyggjast setja umræddar vörur á markað tilkynni Neytendastofu um slíkt. Reglugerðin fjallar um þessar tilkynningar.

Nánari upplýsingar

Í 14. gr. laga nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur er fjallað um tilkynningar til Neytendastofu. Þar segir að framleiðendur og innflytjendur rafrettna og áfyllinga fyrir þær sem innihalda nikótín, sem hyggjast setja rafrettur eða áfyllingar á markað hér á landi, skuli senda Neytendastofu tilkynningu um slíkt sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð. Reglugerðin sem hér er lögð fram í drögum fjallar um umræddar tilkynningar, hvað skuli koma fram í tilkynningunum, birtingu þeirra tilkynninga sem uppfylla skilyrði laganna og um heimild Neytendastofu til að taka gjald fyrir tilkynningarnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru ekki birtar í gáttinni.

Umsjónaraðili

Velferðarráðuneytið

postur@vel.is