Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–26.2.2018

2

Í vinnslu

  • 27.2.–8.7.2018

3

Samráði lokið

  • 9.7.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-11/2018

Birt: 12.2.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um skil menningarverðmæta til annarra landa nr. 57/2011

Niðurstöður

Samráði lokið. Engar efnislegar umsagnir bárust.

Málsefni

Innleiðing tilskipunar 2014/60/ESB í landsrétt kallar á breytingar á lögum um skil menningarverðmæta til annarra landa nr. 57/2011, sem taka mið af ákvæðum tilskipunar 93/7/EBE frá 15. mars 1993.

Nánari upplýsingar

Með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2016 var felld inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/60/ESB frá 15. maí 2014 um skil á menningarminjum sem hafa verið fluttar ólöglega frá yfirráðasvæði aðildarríkis og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 (endurútgefin). Þar sem umrædd ákvörðun EES-nefndarinnar felur sér breytingu á EES-samningnum sem kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara sem var aflétt á 146. löggjafarþingi 2016–2017. Tilskipun 2014/60/ESB leysir af hólmi tilskipun 93/7/EBE frá 15. mars 1993 um að skila menningarminjum sem hafa verið fluttar ólöglega frá yfirráðasvæði aðildarríkis. Með tilskipun 93/7/EBE var tekið upp fyrirkomulag sem gerir aðildarríkjum Evrópusambandsins kleift að tryggja að menningarminjum, sem flokkaðar eru sem þjóðarverðmæti í skilningi 36. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, falla undir sameiginlega flokka menningarminja sem um getur í viðaukanum við þá tilskipun og hafa verið fluttar brott af yfirráðasvæði þeirra í bága við ráðstafanir aðildarríkja, verði skilað aftur til yfirráðasvæðis þeirra. Beiting tilskipunarinnar hefur sýnt að takmarkanir eru á fyrirkomulagi því sem á að tryggja að menningarminjum verði skilað. Tilskipuninni er beitt sjaldan, einkum vegna þess hve takmarkað gildissvið hennar er. Innleiðing tilskipunar 2014/60/ESB í landsrétt kallar á breytingar á lögum um skil menningarverðmæta til annarra landa nr. 57/2011, sem taka mið af ákvæðum tilskipunar 93/7/EBE frá 15. mars 1993

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

postur@mrn.is