Samráð fyrirhugað 24.08.2018—02.09.2018
Til umsagnar 24.08.2018—02.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 02.09.2018
Niðurstöður birtar 11.04.2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 27/2011 um útflutning hrossa

Mál nr. 110/2018 Birt: 24.08.2018 Síðast uppfært: 11.04.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður birtar

Frumvarp samþykkt óbreytt.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.08.2018–02.09.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.04.2019.

Málsefni

Frumvarpið felur í sér breytingu á 6. gr. laga nr. 27/2011, um útflutning hrossa, þar sem gjald af hverju útfluttu hrossi sem greitt er í stofnverndarsjóð íslenska hestakynsins verði hækkað.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 6. gr. laga nr. 27/2011 um útflutning hrossa. Frumvarpið felur í sér að gjald fyrir hvert útflutt hross hækkar úr 1.500 kr. í 3.500 kr. Þá er innheimtu gjaldsins breytt þannig að í stað þess að Bændasamtökin annist innheimtuna sér ríkissjóður um hana. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð og mun framlag til stofnverndarsjóðs á fjárlögum taka mið af innheimtum tekjum. Gjald af hverju útfluttu hrossi fer í stofnverndarsjóð skv. 15. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998, en um sjóðinn gilda ákvæði reglugerðar nr. 1123/2015 um stofnverndarsjóð íslenska hestakynsins. Verkefni þau sem sjóðnum er ætlað að styðja stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bændasamtök Íslands - 28.08.2018

Bændasamtök Íslands styðja frumvarp þetta, sem er tilkomið vegna erindis samtakanna til ráðuneytisins, í kjölfar þess að Félag hrossabænda og fagráð í hrossarækt höfðu ályktað um hækkun gjalds af útfluttum hrossum, en tekjur af því renna óskertar í stofnverndarsjóð íslenska hestakynsins. Bændasamtök Íslands benda á að auknar tekjur í sjóðinn muni efla hann til að takast á við þau verkefni sem sjóðnum er ætlað að styðja við, þ.e. að veita styrki til þróunar- og rannsóknarverkefna í hrossarækt.

Samtökin gera engar athugasemdir við að innheimta gjaldsins færist frá þeim til ríksins. Bændasamtökin hafa enga þóknun tekið fyrir innheimtuna og undirstrika mikilvægi þess að tekjur af gjaldinu skili sér áfram óskertar í stofnverndarsjóð.

F.h. BÍ

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri.