Samráð fyrirhugað 24.08.2018—07.09.2018
Til umsagnar 24.08.2018—07.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 07.09.2018
Niðurstöður birtar 26.11.2018

Reglugerð um brottfall reglugerða á sviði landbúnaðarmála

Mál nr. 111/2018 Birt: 24.08.2018 Síðast uppfært: 26.11.2018
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður birtar

Reglugerð nr. 868/2018 hefur tekið gildi.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.08.2018–07.09.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.11.2018.

Málsefni

Reglugerð um brottfall reglugerða á sviði landbúnaðarmála.

Lagt er til að eftirfarandi reglugerðir verði felldar brott:

Reglugerð nr. 405/1986 um flokkun og mat á gærum.

Reglugerðin er sett með vísan til laga nr. 22/1976 um flokkun og mat á gærum. Ástæða þess að lagt er til að fella reglugerðina brott er að hætt er að meta gærur og lagastoð fallin brott.

Reglugerð nr. 313/1991 um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða að innanlandsmarkaði, ásamt síðari breytingum.

Reglugerðin er sett með stoð í lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (búvörulög). Ástæða þess að lagt er til að fella reglugerðina brott er að kerfi það sem tók til fullvirðisréttar er ekki lengur við líði og þá er lagastoð hennar fallin brott.

Reglugerð nr. 431/1996 um greiðslur úr fóðursjóði, ásamt síðari breytingum.

Reglugerðin er sett með stoð í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (búvörulög). Ástæða þess að lagt er til að fella reglugerðina brott er að fóðursjóður var lagður niður með lögum nr. 160/2012 um breytingu á búvörulögum og reglugerðin því úreld.

Reglugerð nr. 522/1997 um innheimtu og ráðstöfun á verðskerðingargjöldum af kindakjöti.

Reglugerðin er sett með stoð í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (búvörulög). Ástæða þess að lagt er til að fella reglugerðina brott er að innheimtu verðskerðingargjalda af kindakjöti var hætt skv. lögum nr. 46/2015 um breytingu á búvörulögum og reglugerðin því úreld.

Reglugerð nr. 524/1998 um útflutning á kindakjöti, ásamt síðari breytingum, fellur brott.

Reglugerðin er sett með stoð í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (búvörulög). Útflutningsskylda var afnumin 1. janúar 2009 með lögum nr. 58/2007 um breytingu á búvörulögum og reglugerðin því úreld.

Reglugerð nr. 322/1999 um búnaðarmál.

Reglugerðin var sett með stoð í búnaðarlögum nr. 70/1998. Ástæða þess að lagt er til að fella reglugerðina brott er að skipulag með búnaðarmálum hefur verið breytt mikið frá gildistöku reglugerðarinnar og er nú ýmis ákvæði hennar að finna í reglugerð um almennan stuðning við landbúnað vegna rammasamnings um starfsskilyrði landbúnaðar Reglugerðin er því úreld.

Reglugerð nr. 59/2000 um vörslu búfjár, fellur brott.

Reglugerðin var sett með stoð í lögum nr. 46/1991 um búfjárhald, forðagæslu o.fl. Þau lög voru felld úr gildi með gildistöku laga nr. 103/2002 sem felld voru síðar brott með nýjum lögum um búfjárhald nr. 38/2013. Reglugerðin hefur því ekki lagastoð og breytingar hafa verið gerðar varðandi vörslu búfjár, s.s. með lögum um velferð dýra nr. 55/2013 og reglugerða settum samkvæmt þeim.

Reglugerð nr. 743/2002 um búfjáreftirlit o.fl., fellur brott.

Reglugerðin var sett með stoð í lögum nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. Ástæða þess að lagt er til að fella reglugerðina brott er að skipulag með búfjáreftirliti var breytt við gildistöku laga nr. 55/2013 um velferð dýra og laga nr. 38/2013 um búfjárhald. Reglugerðin er því úreld.

Reglugerð nr. 704/2005 um greiðslu verðmiðlunargjalds af kindakjöti, fellur brott.

Reglugerðin var sett með stoð í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (búvörulög). Ástæða þess að lagt er til að fella reglugerðina brott er ákvæði búvörulaga um verðmiðlun voru felld brott skv. lögum nr. 46/2015 um breytingu á búvörulögum og reglugerðin því úrelt.

Reglugerð nr. 500/2010 um sérstakan stuðning við búvöruframleiðslu árin 2010-2012 vegna eldgoss í Eyjafjallajökli.

Reglugerðin var sett með stoð í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (búvörulög). Reglugerðin var sett tímabundið og gilti til fardaga 2012. Þá hefur ákvæðum búvörulaga verið breytt á þannig að þar er nú að finna heimild í 32. gr. búvörulaga vegna röskunar framleiðsluskilyrða vegna náttúruhamfara. Lagt er því til að reglugerðin verði felld brott.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bændasamtök Íslands - 26.08.2018

Bændasamtök Íslands telja eðlilegt að setja þessa reglugerð, enda snýst hún bara um að fella niður reglugerðir þar sem lagastoð er ekki lengur fyrir hendi og/eða að kerfisbreytingar hafa átt sér stað sem gera þær úreltar eða óþarfar. Það er á engan hátt skynsamlegt að halda slíkum reglugerðum í gildi á hvaða sviði sem það er.

F.h. BÍ

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri