Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.8.–13.9.2018

2

Í vinnslu

  • 14.9.–6.12.2018

3

Samráði lokið

  • 7.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-113/2018

Birt: 28.8.2018

Fjöldi umsagna: 2

Drög að stefnu

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Tillaga til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019–2023

Niðurstöður

Umsagnir úr samráðsgátt og svör utanríkisráðuneytisins

Málsefni

Utanríkisráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019–2023.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, með síðari breytingum, skal utanríkisráðherra fimmta hvert ár leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fimm ára í senn. Stefnan sem sett er fram í þingsályktunartillögunni nær til tímabilsins 2019-2023.

Ísland styður framtíðarsýn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og leitast við að uppfylla pólitískar, lagalegar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna með virkri þátttöku í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Stefnt er að því að Ísland auki framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum og að þau verði 0,35% af VÞT árið 2022. Í stefnunni er sett í öndvegi að draga úr fátækt á grundvelli jafnréttis og sjálfbærni og sérstök áhersla er lögð á berskjaldaða hópa, þar á meðal börn. Þróunarsamvinna Íslands endurspeglar jafnframt þau gildi sem íslenskt samfélag hefur í heiðri; virðingu fyrir lýðræði, mannréttindum, fjölbreytileika og umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Ábyrgð, árangur og áreiðanleiki skulu höfð að leiðarljósi í öllu starfi Íslands á þessu sviði.

Í framkvæmd stefnunnar verður lögð áhersla á svið þar sem sérþekking Íslands getur nýst í baráttunni gegn fátækt og fyrir framgangi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Unnið verður að einu yfirmarkmiði og tveimur meginmarkmiðum. Yfirmarkmið stefnunnar er að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Meginmarkmið lúta annars vegar að 1) uppbyggingu félagslegra innviða og starfa í þágu friðar, og hins vegar að 2) verndun jarðarinnar og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Níu undirmarkmið eru sett fram til að vinna að þessum meginmarkmiðum, og eru jafnframt þrjú þverlæg áhersluatriði sett fram í stefnunni. Þau eru mannréttindi, kynjajafnrétti og umhverfismál sem verða höfð að leiðarljósi í öllu starfi íslenskra stjórnvalda á sviði þróunarsamvinnu.

Framkvæmd stefnu fer fram í gegnum tvíhliða samstarfs- og áherslulönd og svæðasamstarf, samstarf við fjölþjóðlegar stofnanir, borgarasamtök og aðra samstarfsaðila. Unnið skal markvisst að því að sem bestur árangur náist af þróunarstarfi og að settum markmiðum verði náð.

Um nánari umfjöllun vísast til greinargerðar með þingsályktunartillögu. Umsögnum um stefnu skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 13. september næstkomandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins

postur@utn.stjr.is