Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–12.10.2018

2

Í vinnslu

  • 13.10.–3.12.2018

3

Samráði lokið

  • 4.12.2018

Mál nr. S-152/2018

Birt: 5.10.2018

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (skattleysi uppbóta á lífeyri).

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust. Frumvarp var lagt fram á 149. löggjafarþingi 2018-2019. Þingskjal 403 - 335. mál.

Málsefni

Áformuð er lagabreyting sem feli það í sér að uppbætur á lífeyri verði skattfrjálsar og skerði ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.

Nánari upplýsingar

Alþingi hefur ályktað, með þingsályktun nr. 28/148 (þingskjal 1268 – 649. mál á 148. löggjafarþingi 2017-2018), að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp, eigi síðar en 1. nóvember 2018, sem leysi undan skattskyldu uppbætur á lífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Við frumvarpsvinnuna verði m.a. haft samráð við félags- og jafnréttismálaráðherra með það að markmiði að tryggja að skattleysi uppbóta á lífeyri skerði ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is