Samráð fyrirhugað 05.10.2018—12.10.2018
Til umsagnar 05.10.2018—12.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 12.10.2018
Niðurstöður birtar 04.12.2018

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (skattleysi uppbóta á lífeyri).

Mál nr. S-152/2018 Birt: 05.10.2018 Síðast uppfært: 04.12.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Engar athugasemdir bárust. Frumvarp var lagt fram á 149. löggjafarþingi 2018-2019. Þingskjal 403 - 335. mál.

Skoða niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.10.2018–12.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 04.12.2018.

Málsefni

Áformuð er lagabreyting sem feli það í sér að uppbætur á lífeyri verði skattfrjálsar og skerði ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.

Alþingi hefur ályktað, með þingsályktun nr. 28/148 (þingskjal 1268 – 649. mál á 148. löggjafarþingi 2017-2018), að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp, eigi síðar en 1. nóvember 2018, sem leysi undan skattskyldu uppbætur á lífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Við frumvarpsvinnuna verði m.a. haft samráð við félags- og jafnréttismálaráðherra með það að markmiði að tryggja að skattleysi uppbóta á lífeyri skerði ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.