Samráð fyrirhugað 05.10.2018—19.10.2018
Til umsagnar 05.10.2018—19.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 19.10.2018
Niðurstöður birtar 29.10.2018

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og fleiri lögum (fyrirkomulag innheimtu).

Mál nr. 153/2018 Birt: 05.10.2018 Síðast uppfært: 30.10.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið þakkar góðar ábendingar. Brugðist er við þeim í sérstöku niðurstöðuskjali en ekki er talin ástæða til breytinga á frumvarpsdrögunum vegna þeirra.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.10.2018–19.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 29.10.2018.

Málsefni

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að innheimta opinberra gjalda, sem tollstjóri annast nú, verði færð til ríkisskattstjóra frá og með 1. janúar 2019.

Með tilfærslu á innheimtu opinberra gjalda frá tollstjóra til ríkisskattstjóra er stefnt að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í skattframkvæmd. Mikil einföldun felst í því að hafa álagningu og innheimtu opinberra gjalda á einni hendi. Með því verður þjónusta við skattaðila og gjaldendur árangursríkari og betri sem aftur leiðir til enn betri innheimtuárangurs og tekjuöflunar hins opinbera. Unnt verður að samnýta tölvu- og upplýsingakerfi og bæta alla verkferla sem og árangur og skilvirkni í störfum skattyfirvalda.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Unnur Valborg Hilmarsdóttir - 18.10.2018

Hvammstanga, 18. október 2018

Umsögn ferðamálaráðs um drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og fleiri lögum (fyrirkomulag innheimtu).

Mál nr. S-153/2018

Fjármálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi um breytingar á lögum um tekjuskatt sem lúta að því að færa innheimtu opinberra gjalda frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra. Ferðamálaráð fagnar framkominni tillögu ráðherra. Það er mat ráðsins að verði frumvarpið að lögum einfaldist kerfið til muna sem leiðir til þess að eftirlit verður skilvirkara. Breytingin er í takt við áherslur ráðsins í tillögum þess til ráðherra ferðamála frá því í ágúst 2017 þar sem að beiðni ráðherra voru lagðar fram aðgerðir til að auka samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Leiðarstef í þeim tillögum var nauðsyn þess að einfalda hið flókna kerfi sem fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við af hálfu hins opinbera og kemur niður á samkeppnishæfni greinarinnar.

F. h. Ferðamálaráðs,

Unnur Valborg Hilmarsdóttir,

formaður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 KPMG ehf. - 18.10.2018

Umsögn KPMG

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Sýslumannafélag Íslands - 19.10.2018

Varhugavert þykir með tilliti til vanhæfissjónarmiða að álagning og innheimta sé á sömu hendi.

Viðhengi