Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–19.10.2018

2

Í vinnslu

  • 20.–31.10.2018

3

Samráði lokið

  • 1.11.2018

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-154/2018

Birt: 8.10.2018

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til breytinga á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016

Niðurstöður

Áform um frumvarp til breytinga á lögum um opinber innkaup voru birt á samráðsgátt stjórnarráðsins þar sem gefinn var kostur á að skila inn umsögnum. Ein formleg umsögn barst frá Samtökum iðnaðarins inn á samráðsgáttina. Að samráðsfresti liðnum inn á gáttinni barst einnig umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til ráðuneytisins. Í báðum umsögnunum var tekið undir það mat að mikilvægt væri að gera tiltekin ákvæði í lögum um opinber innkaup markvissari einkum þannig að innkaupaferlið væri skýrt og skilvirkt í framkvæmd. Næsta skref er að gengið verður formlega frá frumvarpi vegna þeirra breytinga sem þörf er að gera á tilteknum ákvæðum í núgildandi lögum um opinber innkaup.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.

Nánari upplýsingar

Eftir að ný heildarlög um opinber innkaup tóku gildi árið 2016 hefur komið í ljós að þörf er á að gera framkvæmd tiltekinna ákvæða markvissari til að þau stuðli hagkvæmum og skilvirkum innkaupum. Vegna þessa er einkum þörf á að endurskoða og skýra eftirfarandi ákvæði:

- 33. gr. laganna varðandi heimild til samkeppnisútboða og samkeppnisviðræna þegar aðeins berast óaðgengileg tilboð í kjölfar almenns eða lokaðs útboðs. Í tengslum við þessa breytingu þarf jafnframt að skýra betur hvenær tilboð telst ógilt samkvæmt 82. gr. laganna og hvenær er heimilt að hafna öllum tilboðum skv. 83. gr. laganna.

- Samhliða breytingum á 33. gr. er einnig þörf á að skýra betur hvenær tilboð telst fullnægjandi skv. 39. gr. laganna. sem veitir heimild til þess að ganga til samninga án undanfarinnar auglýsingar.

- 59. laganna varðandi lögbundna fresti í samkeppnisviðræðum.

- 88. gr. laganna í tengslum við keðjuábyrgð aðalverktaka á undirverktökum.

- VIII. kafla og þá einkum 92. gr. laganna er varðar sérreglur um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu.

- X. kafla varðandi starfsemi innkaupastofnunar í samræmi við nýjar áherslur í opinberum innkaupum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

postur@fjr.is