Samráð fyrirhugað 09.10.2018—25.10.2018
Til umsagnar 09.10.2018—25.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 25.10.2018
Niðurstöður birtar 04.07.2019

Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs (stjórnvaldssektir o.fl.

Mál nr. 157/2018 Birt: 09.10.2018 Síðast uppfært: 04.07.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Áform um lagasetningu og mat á áhrifum lagasetningarinnar voru til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins frá 9. október 2018 til 25. október 2018. Alls bárust sex umsagnir sem voru hafðar til hliðsjónar við gerð frumvarps til laga breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Drög að frumvarpi var í framhaldi kynnt í samráðsgáttinni, sbr. S-229/2018.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.10.2018–25.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 04.07.2019.

Málsefni

Lagt til að stjórnvöld hafi heimild til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um holl­ustuhætti og mengunarvarnir og lögum um meðhöndlun úrgangs. Með frumvarpinu verða einnig gerðar ýmsar breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Í frumvarpinu verður lagt til að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um meðhöndlun úrgangs.

Í frumvarpinu verður lögð er til breyting á núverandi skyldu rekstraraðila til að skila grænu bókhaldi. Lagt er til að tilteknir rekstraraðilar skili árlega til Umhverfisstofnunar umbeðnum upplýsingum, m.a. um losun mengandi efni frá hverri starfsstöð og upplýsingum um hráefnanotkun. Einkum verður um að ræða upplýsingar sem rekstraraðilum ber að skila samkvæmt reglugerð um útstreymisbókhald. Lagt er til að rekstraraðilar geti skilað framangreindum upplýsingum til Umhverfisstofnunar með rafrænum hætti til þess að auðvelda rekstraraðilum skil á þessum upplýsingum.

Í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er að finna ákvæði er veita ráðherra heimild til að veita undanþágu frá einstökum greinum reglugerða sem settar eru á grundvelli laganna og einnig til að veita tímabundna undanþágu frá starfsleyfi. Í frumvarpinu verður lagt til að heimild ráðherra verði afmörkuð þannig að undanþágur frá ákvæðum reglugerða verði eingöngu veittar tímabundið og einungis í þeim tilvikum þegar gert er fyrir þeim í viðkomandi reglugerðum. Þá er lagt til að í stað heimildar ráðherra til að veita undanþágu frá starfsleyfi hafi útgefandi starfsleyfis heimild til að framlengja gildistíma starfsleyfa á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, enda hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist.

Þá verða ákvæði um hlutverk heilbrigðisnefnda og framkvæmdastjóra þeirra skýrð nánar í ljósi nýlegra úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Í frumvarpinu verða listar yfir starfssemi sem fellur undir lögin endurskoðaðir, einkum m.t.t. að laga skörun milli viðauka.

Að lokum verða lagðar til nokkrar smávægilegar breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir vegna breytinga sem hafa orðið eftir gildistöku þeirra, svo sem vegna nýrra laga þar sem vísað er til eldri laga í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Árný Sigurðardóttir - 23.10.2018

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Þorsteinn Narfason - 24.10.2018

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis sendir inn meðfylgjandi umsögn um lagaáformin.

Afrita slóð á umsögn

#3 Þorsteinn Narfason - 25.10.2018

Geri hér aðra tilraun til að senda umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um málið. Viðhengi komst ekki til skila í fyrri tilraun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Íris Lind Sæmundsdóttir - 25.10.2018

Góða daginn

Meðfylgjandi er umsögn OR og dótturfélaga, dags. í dag.

Kveðja, Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Pétur Reimarsson - 25.10.2018

Í viðhengi er umsögn Samtaka atvinnulífsins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Sigurjón Norberg Kjærnested - 25.10.2018

Hér í viðhengi er umsögn Samorku um málið.

Viðhengi