Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.10.2018

2

Í vinnslu

  • 26.10.–6.12.2018

3

Samráði lokið

  • 7.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-158/2018

Birt: 11.10.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Drög að reglum um nýjan Samstarfssjóð við atvinnulífið

Niðurstöður

Regludrögin voru birt, til umsagnar, í Samráðsgáttinni á tímabilinu 11.-25. október sl. Engar athugasemdir bárust í Samráðsgáttina en ein umsögn barst frá Rauða krossinum, eftir að umsagnarfresti lauk, og var brugðist við henni. Talið er að reglurnar, í sinni endanlegu mynd, komi að mestu leyti til móts við þá umsögn. Einnig var aflað umsagnar Ríkisendurskoðunar og drögin uppfærð með hliðsjón af athugasemdum Ríkisendurskoðunar. Reglurnar hafa nú verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda, nr. 1080/2018.

Málsefni

Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýjum reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ).

Nánari upplýsingar

Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýjum reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ), með vísan til 6. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu nr. 121/2008, ákvæða 42. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015 og reglugerðar um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018.

Samstarfssjóðurinn er nýtt verkefni innan ramma núverandi þróunarsamvinnuáherslna Íslands, þar sem aðilar úr atvinnulífinu geta sótt um styrki til samstarfsverkefna með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Verkefni skulu ávallt vera til hagsbóta og skapa verðmæti í þróunarlöndum og hafa skýra tengingu við eitt eða fleiri þeirra Heimsmarkmiða SÞ sem Ísland leggur sérstaka áherslu á í þróunarsamvinnu sinni. Samstarf við atvinnulíf á vettvangi þróunarsamvinnu er í samræmi við áherslur utanríkisráðuneytisins á að virkja í auknum mæli þátttöku, þekkingu og frumkvæði atvinnulífs í þróunarsamstarfi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

postur@utn.stjr.is