Samráð fyrirhugað 11.10.2018—25.10.2018
Til umsagnar 11.10.2018—25.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 25.10.2018
Niðurstöður birtar 22.08.2019

Drög að (7.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki

Mál nr. 160/2018 Birt: 11.10.2018 Síðast uppfært: 22.08.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki undirrituð 12. desember 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 21. desember 2018.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.10.2018–25.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.08.2019.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að (7.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að (7.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki.

Umrædd drög eru til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/94/ESB frá 22. október 2014 um uppbyggingu grunnvirkja fyrir óhefðbundið eldsneyti.

Umsögnum um drögin skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 25. október næstkomandi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigurður Sigurðarson - 16.10.2018

Vísið rétt í staðla, rétt er ÍST EN 62196-2 en ekki EN 62196-2, um er að ræða evrópustaðla sem hafa verið samþykktir sem íslenskir staðlar og fá því forskriftina "ÍST EN". Þetta má sjá á vef Staðlaráðs Íslands.

Venjulegar riðstraumshleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengla eða tengi af gerð 2 fyrir ökutæki, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-2, með tilliti til rekstrarsamhæfis. Þessa tengla má útbúa með eiginleikum eins og vélrænum lokum á sama tíma og samhæfi við gerð 2 er viðhaldið.

7.14 Tæknilegar kröfur til hraðhleðslustöðva fyrir vélknúin ökutæki.

Riðstraumshraðhleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengla eða tengi af gerð 2 fyrir ökutæki, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-2, með tilliti til rekstrarsamhæfis.

Jafnstraumshraðhleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengi af tegundinni „Combo 2“ fyrir samsett hleðslukerfi, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-3, með tilliti til rekstrarsamhæfis.

Afrita slóð á umsögn

#2 Elísabet Pálmadóttir - 24.10.2018

Í vinnslu er 6. breyting á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki og nú eru hér komin fram drög að 7. breytingu sömu reglugerðar. Því ber að fagna að fram komi reglur sem varða hleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki. Vert er að vekja athygli á því að fleiri atriði í reglugerðinni þarfnast lagfæringar.

Í gr 4.4. Tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu eru hæfniskröfur vegna stjórnanda skoðunarstofu.

Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera í samræmi við lög og eiga sér viðhlítandi stoð í þeim. Eftir því sem ákvörðun telst meira íþyngjandi fyrir borgarann, og ef hún felur í sér inngrip stjórnvalda í stjórnarskrárvarin réttindi, eru meiri kröfur gerðar að þessu leyti. Í lögum nr. 146/1996 er hvergi vikið að því að tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu skuli uppfylla þau skilyrði sem tilgreind eru í reglugerðinni.

Af ákvæðum III. kafla laga nr. 146/1996 má ráða að með setningu þeirra hefði verið gert ráð fyrir fjórum mismunandi löggildingum til rafvirkjunarstarfa en engar slíkar takmarkanir eru gerðar varðandi tæknilegan stjórnanda skoðunarstofu.

Kröfur um opinber leyfi til að stunda tiltekna atvinnu, svo sem faggilta skoðunarstofu, fela í sér takmörkun á atvinnufrelsi því er verndað er í 75. gr. stjórnarskrárinnar. Lagafyrirmæli um skorður við því frelsi yrðu að vera skýr og glögg.

Í staðlinum ISO/IEC 17020:2012 er fjallað um tæknilegan stjórnandia í grein 5.2.5. Þar er ekki krafa um að tæknilegur stjórnandi skoðunarstofunnar hafi fagþekkingu á öllum starfssviðum skoðunarstofunnar, þó þar sé gefinn sá valkostur að fleiri en einn séu tilgreindir sem tæknilegir stjórnendur. Margar skoðunarstofur sinna skoðunum á fleiri en einu fagsviði og því fylgir mikill kostnaður að búa til óeðlilega yfirbyggingu stjórnenda vegna reglugerðaákvæða sem ekki eiga sér stoð í lögum. Þessi kostnaður verður til þess að verð á vinnu skoðunarstofa verður hátt, skoðunarstofur fáar og samkeppni á markaði lítil. En af því hafa einmitt stjórnendur Mannvirkjastofnunar ítrekað lýst áhyggjum sínum.

Undirrituð fær ekki séð af lögskýringargögnum að gert hefði verið ráð fyrir slíkri takmörkun á starfssemi skoðunarstofu. Þar sem ekki er kveðið á um hæfi tæknilegs stjórnanda í lögum nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, heldur eingöngu í reglugerð sem fylgir lögunum er krafan án skýrrar lagastoðar og ætti því að fella greinina niður.

Virðingarfyllst,

Elísabet Pálmadóttir

Inspectionem ehf.

Afrita slóð á umsögn

#3 Þórður Aðalsteinsson - 25.10.2018

Hraðhleðslustöð: Það eru til jafnstraumshleðslustöðvar (DC) sem eru 20kW. Sem eru tæknilega hraðhleðslustöð. Hér væri mun eðlilegra að gera greinarmun á Jafnstraumshleðslustöð og riðstraumshleðslustöð. Hraðhleðslustöð væri þá skilgreind sem:

Hraðhleðslustöð: "Hleðslustöðvar sem hlaða jafnstraum eða riðstraumstöðvar þar sem mögulegt er að yfirfæra raforku á rafknúið ökutæki með afli sem er meira en 22 kW. "

Varðandi venjulegar hleðslustöðvar, þá hlaða þær alveg niður í 8 amper eða um 2,0kW. Þannig ætti að lækka viðmiðið um hvað telst venjuleg hleðslustöð.

Annað atriði sem er mjög íþyngjandi og takmarkandi. Það snýr að hvar hleðslustöðvar eru uppsettar og hverjir eru notendur, Venjulegar hleðslustöðvar eru settar upp víðar en við heimili. Það eru tugir ef ekki hundruð hleðslustöðva sem falla undir skilgreininguna venjulegar hleðslustöðvar sem eru ekki settar upp við heimili og eru aðgengilegar almenningi. Þannig ætti að fella út eftirfarandi málsgrein "og eru sett upp á einkaheimilum eða sem eru ekki eingöngu notuð í þeim tilgangi að hlaða rafknúin ökutæki og eru ekki aðgengileg almenningi." Einnig ætti eins og með hraðhleðslustöðvar að gera greinarmun á riðstraum og jafnstraum. Venjuleg hleðslustöð er riðstraums hleðslustöð. Skilgreiningin gæti litið út svona.

Venjuleg Hleðslustöð: "Riðstraums hleðslustöð þar sem mögulegt er að yfirfæra raforku á rafknúið ökutæki með afli sem er 22 kW eða minna, að undanskildum tækjum sem eru 2.0 kW eða minna.

Tæknilegar kröfur til hleðslustöðva. Almennt um tæknilegar kröfur. Það vantar sárlega í þessar kröfur umfjöllun um varnarbúnað. Samkvæmt IEC 60364-7-722 verður að vera varnarbúnaður gegn jafnstraumsleka. Annaðhvort sérstök jafnstraumsskynjun eða lekavarsrofi af B gerð. Sem rýfur straum hvort sem um er að ræða jafnstraums eða riðstraums leka. Jafnstraums leki er vel þekktur, það að rafhlaða bíls leki jafnstraum út í veituna.