Samráð fyrirhugað 30.08.2018—06.09.2018
Til umsagnar 30.08.2018—06.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 06.09.2018
Niðurstöður birtar 30.11.2018

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum (texti ársreiknings)

Mál nr. 116/2018 Birt: 30.08.2018 Síðast uppfært: 30.11.2018
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Niðurstöður birtar

Er orðið að lögum nr. 113/2018. https://www.althingi.is/altext/149/s/0397.html
Í greinargerðinni með frumvarpinu kom eftirfarandi fram:
Frumvarpið var sett í samráðsgáttina 30. ágúst sl. Ein umsögn barst frá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF). Þau eru fylgjandi þeirri breytingu sem lögð er til í frumvarpinu að fyrirtæki sé heimilt að semja ársreikning/samstæðureikning á ensku hafi það af því mikilsverða hagsmuni, svo sem vegna erlendrar fjármögnunar eða viðskiptasambanda. Þau telja mikilvægt að frekari leiðbeiningar verði gefnar um það hvernig eigi að meta hvort skilyrði um mikilsverða hagsmuni sé uppfyllt.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 30.08.2018–06.09.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 30.11.2018.

Málsefni

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og felur í sér orðalagsbreytingu á lögum nr. 3/2006 um ársreikninga.Með frumvarpinu er lögð til breyting á 7. og 109. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.

Meginbreytingar þær sem lagðar eru til í frumvarpinu eru breyting á 7. og 109. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Þar er opnað fyrir þann möguleika að öll félög sem mikilsverða hagsmuni hafi að gæta vegna erlendrar fjármögnunar eða viðskiptasambanda geti samið ársreikning á ensku en þá skuli ársreikningurinn þýddur á íslensku og hann vera birtur hjá ársreikningaskrá bæði ensku og íslensku. Mikilvægt er að ársreikningar séu birtir hjá ársreikningaskrá þannig að viðskiptalífið og þeir sem reiða sig á fjárhagsupplýsingar félaga hafi greiðan aðgang að þeim upplýsingum og að upplýsingarnar séu á tungumáli sem meginþorri þjóðarinnar skilur. Lagt er til að lögin öðlist þegar gildi og komi til framkvæmda fyrir reikningsár sem hefst 1. janúar 2017 eða síðar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök fjármálafyrirtækja - 06.09.2018

SFF er fylgjandi þeirri breytingu sem lögð er til í frumvarpinu um að fyrirtæki sé heimilt að semja ársreikning/samstæðureikning á ensku hafi það af því mikilsverða hagsmuni, svo sem vegna erlendrar fjármögnunar eða viðskiptasambanda. Í skýringum kemur fram að fyrirtæki meti það sjálft hvort það falli undir skilyrði fyrir því að þetta sé heimilt og þurfi ekki að sækja um heimild eins og áður. Upptalningin í frumvarpinu á mikilsverðum hagsmunum er ekki tæmandi heldur í dæmaskyni. Að mati SFF er mikilvægt að frekari leiðbeining verði gefin um það í frumvarpinu hvernig eigi að meta það hvort skilyrði um mikilsverða hagsmuni sé uppfyllt. Að öðrum kosti getur óskýrleiki í lagatextanum valdið fyrirtækjum óvissu, sérstaklega í ljósi þess að það gæti varðað viðurlögum ef fyrirtæki skilar aðaleintaki reikningsins á ensku en ársreikningaskrá telur að skilyrðið sé ekki uppfyllt.