Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–26.10.2018

2

Í vinnslu

  • 27.10.–20.12.2018

3

Samráði lokið

  • 21.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-161/2018

Birt: 12.10.2018

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Drög að reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð.

Niðurstöður

Regludrögin voru birt, til umsagnar, í Samráðsgáttinni á tímabilinu 12.-26. október sl. Athugasemdir frá einum aðila bárust í Samráðsgáttina, auk þess sem athugasemdir bárust frá Rauða krossinum á Íslandi, eftir að umsagnarfresti lauk. Hefur verið brugðist við innsendum athugasemdum og verða reglurnar birtar í Stjórnartíðindum þegar þær eru fullunnar.

Málsefni

Óskað er umsagnar um drög að reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð.

Nánari upplýsingar

Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð, með vísan til 6. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu nr. 121/2008, ákvæða 42. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015 og reglugerðar um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018. Drögin taka mið af fyrri verklagsreglum ráðuneytisins í málaflokknum sem stuðst hefur verið við síðan 2015. Í drögunum hefur þrennum verklagsreglum verið steypt saman í eitt regluverk, en skilyrði og matsviðmið fyrri verklagsreglna standa að mestu óbreytt.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

postur@utn.stjr.is