Samráð fyrirhugað 15.10.2018—12.11.2018
Til umsagnar 15.10.2018—12.11.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 12.11.2018
Niðurstöður birtar 16.08.2019

Frumvarp til laga um bætur vegna ærumeiðinga

Mál nr. 163/2018 Birt: 15.10.2018 Síðast uppfært: 16.08.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi þann 26. apríl 2019 en var ekki rætt á þinginu. Í greinargerð er fylgdi frumvarpinu er gerð grein fyrir úrvinnslu úr samráðinu.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.10.2018–12.11.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.08.2019.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný stofnlög um ærumeiðingar þar sem mælt verði fyrir um einkaréttarleg úrræði til að bregðast við ærumeiðingum.

Þann 16. mars 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Var nefndinni m.a. falið að vinna frekar afurðir stýrihóps sem skipaður var í kjölfar þingsályktunar nr. 23/138 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Þá skyldi nefndin fara yfir fyrirliggjandi tillögur á þessu sviði, auk þess að meta hverjar aðrar lagabreytingar kunni að vera æskilegar. Gert var ráð fyrir því að nefndin skili einkum af sér í formi lagafrumvarpa og eftir atvikum annarra undirbúningsskjala lagasetningar. Var henni falið að skila af sér í tveimur skrefum. Þannig skyldi tilteknum þáttum lokið fyrir 1. október 2018 en öðrum fyrir 1. mars 2019. Þann 26. september 2018 skilaði nefndin af sér fyrri hluta vinnu sinnar. Meðal afurðanna er frumvarp til laga um bætur vegna ærumeiðinga.

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný stofnlög um ærumeiðingar þar sem mælt verði fyrir um einkaréttarleg úrræði til að bregðast við ærumeiðingum. Gert er ráð fyrir að tvenns konar úrræðum verði beitt, miskabótum og bótum fyrir fjártjón. Við beitingu þeirra skuli höfð hliðsjón af sök, efni tjáningar og aðstæðum að öðru leyti. Samhliða er lagt til að felld verði úr gildi ákvæði almennra hegningarlaga um refsingar fyrir ærumeiðingar, ómerkingu ummæla og heimild til að dæma bætur fyrir kostnað af birtingu dóms. Sama gildir um vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, fánar þeirra og þjóðhöfðingjar hafa notið.

Tengd mál