Samráð fyrirhugað 15.10.2018—12.11.2018
Til umsagnar 15.10.2018—12.11.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 12.11.2018
Niðurstöður birtar 16.08.2019

Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu)

Mál nr. 164/2018 Birt: 15.10.2018 Síðast uppfært: 16.08.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi þann 6. febrúar 2019 en var ekki útrætt á þinginu. Gerð er grein fyrir úrvinnslu úr samráði í greinargerð er fylgdi frumvarpinu.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.10.2018–12.11.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.08.2019.

Málsefni

Í frumvarpinu felst tillaga að rýmkun tjáningarfrelsis með því að gera kröfu um nánar tiltekinn grófleika eða alvarleika til þess að tjáning varði refsingu sem hatursorðræða.

Þann 16. mars 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Var nefndinni m.a. falið að vinna frekar framangreindar afurðir stýrihópsins og fara yfir fyrirliggjandi tillögur á þessu sviði, auk þess að meta hverjar aðrar lagabreytingar kunni að vera æskilegar. Gert var ráð fyrir því að nefndin skili einkum af sér í formi lagafrumvarpa og eftir atvikum annarra undirbúningsskjala lagasetningar. Var henni falið að skila af sér í tveimur skrefum. Þannig skyldi tilteknum þáttum lokið fyrir 1. október 2018 en öðrum fyrir 1. mars 2019. Þann 26. september 2018 skilaði nefndin af sér fyrri hluta vinnu sinnar. Meðal afurðanna var frumvarp til laga um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu.

Í frumvarpinu felst tillaga að rýmkun tjáningarfrelsis með því að gera kröfu um nánar tiltekinn grófleika eða alvarleika til þess að tjáning varði refsingu sem hatursorðræða. Lagt er til að gerð sé krafa um að háttsemin sé til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Margrét Steinarsdóttir - 09.11.2018

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu)

Viðhengi

#2 - 11.11.2018

Umsögn barst en birtist ekki í gáttinni samkvæmt ákvörðun ábyrgðaraðila samráðsmálsins. Upplýsingalög gilda, sjá nánar í Um samráðsgáttina

Afrita slóð á umsögn

#3 Sigríður Jónsdóttir - 11.11.2018

Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis Mál nr. S-1642018 Hatursorðræða

Reykjavík 11.11.18

Efni: Athugasemdir við tillögur nefndarinnar er varða hatursorðræðu og ærumeiðingar.

Umsögn mín er í viðhengi.

K. kv. Sigríður Jónsdóttir

Viðhengi