Samráð fyrirhugað 15.10.2018—12.11.2018
Til umsagnar 15.10.2018—12.11.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 12.11.2018
Niðurstöður birtar 16.08.2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum, og lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum (afnám gagnageymdar o.fl.)

Mál nr. 167/2018 Birt: 15.10.2018 Síðast uppfært: 16.08.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Þrjár umsagnir bárust og voru teknar til skoðunar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Frumvarpið var ekki lagt fram á 149. löggjafarþingi.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.10.2018–12.11.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.08.2019.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að skyldubundin gagnageymd fjarskiptafyrirtækja verði afnumin og að skilyrði fyrir aðgangi lögreglu/ákæranda að gögnum verði hert.

Þann 16. mars 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Var nefndinni m.a. falið að vinna frekar afurðir stýrihóps sem skipaður var í kjölfar þingsályktunar nr. 23/138 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Þá skyldi nefndin fara yfir fyrirliggjandi tillögur á þessu sviði, auk þess að meta hverjar aðrar lagabreytingar kunni að vera æskilegar. Gert var ráð fyrir því að nefndin skili einkum af sér í formi lagafrumvarpa og eftir atvikum annarra undirbúningsskjala lagasetningar. Var henni falið að skila af sér í tveimur skrefum. Þannig skyldi tilteknum þáttum lokið fyrir 1. október 2018 en öðrum fyrir 1. mars 2019. Þann 26. september 2018 skilaði nefndin af sér fyrri hluta vinnu sinnar. Meðal afurðanna var frumvarp til laga um afnám gagnageymdar o.fl.

Með frumvarpinu er annars vegar lagt til að skyldubundin gagnageymd fjarskiptafyrirtækja verði afnumin. Eftir sem áður yrði fjarskiptafyrirtækjum heimilt að varðveita gögn til að afgreiða fjarskiptasendingar og til reikningsgerðar og hefði lögregla áfram heimild til að leggja fyrir fjarskiptafyrirtæki að varðveita gögn. Hins vegar er lagt til að skilyrði fyrir aðgangi lögreglu/ákæranda að gögnum fjarskiptafyrirtækja verði hert. Þyrfti rannsókn að beinast að broti sem varðað getur sex ára fangelsi að lögum og ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir þurfa að krefjast aðgerðanna.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Helgi Magnús Gunnarsson - 09.11.2018

Ég vísa til meðfylgjandi viðhengja.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Fróði Steingrímsson - 12.11.2018

Sjá meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Hallgrímur Kristinsson - 12.11.2018

Vísað er til máls nr. S-167/2018 í Samráðsgátt þar sem leitað var athugasemda almennings við drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 81/2003 og lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Umsögn þessi er send af hálfu FRÍSK, Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði.

kveðja,

Hallgrímur Kristinsson

formaður

Viðhengi