Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–22.10.2018

2

Í vinnslu

  • 23.10.2018–2.2.2021

3

Samráði lokið

  • 3.2.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-169/2018

Birt: 15.10.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, með síðari breytingum (samfjármögnun alþjóðlegra rannsóknaráætlana og sjálfstæð stjórn Innviðasjóðs)

Niðurstöður

Engin umsögn barst um frumvarp til laga um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, með síðari breytingum (samfjármögnun alþjóðlegra rannsóknaráætlana og sjálfstæð stjórn Innviðasjóðs). Lögin voru samþykkt á Alþingi 6. maí 2019.

Málsefni

Mennta- og menningamálaráðuneyti leggur fram frumvarp um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.

Nánari upplýsingar

Í breytingum á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 felst að Rannsóknasjóði verði heimilað að samþykkja faglegt mat annarra en fagráða sjóðsins, s.s. fagráða erlendis. Með þessu verður sjóðnum gert kleift að taka þátt í alþjóðlegri samfjármögnun rannsóknaráætlana og þannig efla þátttöku vísindamanna á Íslandi í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Enn fremur er í áformunum gert ráð fyrir að stjórnir Rannsóknasjóðs og Innviðasjóðs verði skildar að. Í dag er sameiginleg stjórn yfir sjóðunum þrátt fyrir að eðli þeirra sé talsvert ólíkt. Rannsóknarsjóður veitir styrki til einstakra rannsóknarverkefna á grundvelli faglegs mats á gæðum umsókna án þess að sjóðurinn leggi áherslu á tiltekin rannsóknarefni. Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi en innviðir til rannsókna eru forsenda þess að hægt sé að stunda vísindarannsóknir. Gert ráð fyrir að tenging Innviðasjóðs við stefnumörkun stjórnvalda verði styrkt sbr. skýrsluna „Uppbygging rannsóknarinnviða á Íslandi til framtíðar“ sem verkefnahópur Vísinda- og tækniráðs um rannsóknarinnviði og vöktun sendi frá sér í apríl 2017 og stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019. Skipun sjálfstæðrar stjórnar yfir Innviðasjóði er liður í þeirri styrkingu.

Með frumvarpinu verður lagt til:

• að skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir Innviðasjóði.

• að Rannsóknasjóði verði gert kleift að taka þátt í alþjóðlegri samfjármögnun rannsóknaráætlana.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

postur@mrn.is