Samráð fyrirhugað 15.10.2018—22.10.2018
Til umsagnar 15.10.2018—22.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 22.10.2018
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, með síðari breytingum (samfjármögnun alþjóðlegra rannsóknaráætlana og sjálfstæð stjórn Innviðasjóðs)

Mál nr. 169/2018 Birt: 15.10.2018
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (15.10.2018–22.10.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Mennta- og menningamálaráðuneyti leggur fram frumvarp um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.

Í breytingum á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 felst að Rannsóknasjóði verði heimilað að samþykkja faglegt mat annarra en fagráða sjóðsins, s.s. fagráða erlendis. Með þessu verður sjóðnum gert kleift að taka þátt í alþjóðlegri samfjármögnun rannsóknaráætlana og þannig efla þátttöku vísindamanna á Íslandi í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Enn fremur er í áformunum gert ráð fyrir að stjórnir Rannsóknasjóðs og Innviðasjóðs verði skildar að. Í dag er sameiginleg stjórn yfir sjóðunum þrátt fyrir að eðli þeirra sé talsvert ólíkt. Rannsóknarsjóður veitir styrki til einstakra rannsóknarverkefna á grundvelli faglegs mats á gæðum umsókna án þess að sjóðurinn leggi áherslu á tiltekin rannsóknarefni. Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi en innviðir til rannsókna eru forsenda þess að hægt sé að stunda vísindarannsóknir. Gert ráð fyrir að tenging Innviðasjóðs við stefnumörkun stjórnvalda verði styrkt sbr. skýrsluna „Uppbygging rannsóknarinnviða á Íslandi til framtíðar“ sem verkefnahópur Vísinda- og tækniráðs um rannsóknarinnviði og vöktun sendi frá sér í apríl 2017 og stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019. Skipun sjálfstæðrar stjórnar yfir Innviðasjóði er liður í þeirri styrkingu.

Með frumvarpinu verður lagt til:

• að skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir Innviðasjóði.

• að Rannsóknasjóði verði gert kleift að taka þátt í alþjóðlegri samfjármögnun rannsóknaráætlana.