Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.–24.10.2018

2

Í vinnslu

  • 25.10.2018–14.4.2019

3

Samráði lokið

  • 15.4.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-170/2018

Birt: 17.10.2018

Fjöldi umsagna: 12

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Ferðaþjónusta

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007

Niðurstöður

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins þann 17. október 2018 í samræmi við 2. mgr. 9. gr. samþykktar ríkisstjórnarinnar. Alls bárust tólf umsagnir. Umsagnaraðilar voru meðal annars Samband íslenskra sveitarfélaga, Sýslumannafélag Íslands, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á Vestfjörðum og sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra. Einnig bárust umsagnir frá Samtökum fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og Viðskiptaráði Íslands. Þá funduðu fulltrúar ráðuneytisins með dómsmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eftir að samráðstíma lauk og við endanlegan frágang frumvarpsins. Almennt voru umsagnir mjög jákvæðar og tillögum um bætt eftirlit og skýrari ramma um gististarfsemi vel tekið. Þó bárust ábendingar frá umsagnaraðilum sem töldu ýmist gengið of langt eða skammt í breytingartillögum frumvarpsins.

Málsefni

Ferðamálaráðherra leggur til breytingar á lagaákvæðum sem varða heimagistingu og eftirlit með henni.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu eru lagðar til þrenns konar breytingar sem allar varða starfssvið Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi eftirlit með heimagistingu. Í fyrsta lagi varðandi skráningu heimagistingar og í öðru lagi varðandi samræmingu á málsmeðferð og ákvörðun sekta milli skráningarskyldra og rekstrarleyfisskyldra aðila vegna leyfisskyldrar gististarfsemi annars vegar og skráningarskyldrar heimagistingar hins vegar. Í þriðja lagi er lögð til breyting varðandi eftirlit með skilum á nýtingaryfirlitum einstaklinga sem leigja út húsnæði sitt og skrá undir heimagistingu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Þórarinn Örn Þrándarson

thorarinn@anr.is