Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.–29.10.2018

2

Í vinnslu

  • 30.10.2018–12.1.2020

3

Samráði lokið

  • 13.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-172/2018

Birt: 22.10.2018

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að frumvarpi til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Niðurstöður

Lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs voru samþykkt á Alþingi 15. maí 2019 og tóku gildi 1. ágúst 2019

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að stofnað verði tímabundið til starfs samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Einnig er lagt til ákvæði um að óheimilt verði að ráða einstaklinga til starfa hjá íþróttafélögum eða þiggja framlag þeirra sem sjálfboðaliða hafi þeir hlotið refsidóm, m.a. fyrir kynferðisbrot.

Nánari upplýsingar

Markmiðið er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé öruggt umhverfi þar sem börn, unglingar og fullorðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geta stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem þar koma upp án ótta við afleiðingar. Því er lagt til að heildarlög verði sett um efnið. Einnig er lagt til að bæta við ákvæði í íþróttalög þar sem m.a. er mælt fyrir um að óheimilt verði að ráða einstaklinga til starfa hjá íþróttafélögum eða þiggja framlag þeirra sem sjálfboðaliða hafi þeir hlotið refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, líkt og hefur verið í æskulýðslögum, nr. 70/2007, frá árinu 2007. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 á síðastliðnum fimm árum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

postur@mrn.is