Samráð fyrirhugað 22.10.2018—29.10.2018
Til umsagnar 22.10.2018—29.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 29.10.2018
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Mál nr. 172/2018 Birt: 22.10.2018
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.10.2018–29.10.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að stofnað verði tímabundið til starfs samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Einnig er lagt til ákvæði um að óheimilt verði að ráða einstaklinga til starfa hjá íþróttafélögum eða þiggja framlag þeirra sem sjálfboðaliða hafi þeir hlotið refsidóm, m.a. fyrir kynferðisbrot.

Markmiðið er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé öruggt umhverfi þar sem börn, unglingar og fullorðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geta stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem þar koma upp án ótta við afleiðingar. Því er lagt til að heildarlög verði sett um efnið. Einnig er lagt til að bæta við ákvæði í íþróttalög þar sem m.a. er mælt fyrir um að óheimilt verði að ráða einstaklinga til starfa hjá íþróttafélögum eða þiggja framlag þeirra sem sjálfboðaliða hafi þeir hlotið refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, líkt og hefur verið í æskulýðslögum, nr. 70/2007, frá árinu 2007. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 á síðastliðnum fimm árum.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigríður Björnsdóttir - 23.10.2018

Blátt áfram forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum, vill koma umsögn sinni á framfæri.

Mælt er með því að bætt verði við ákvæði um ráðningar og að íþróttafélögum ber skylda að þjálfa allt starfsfólk og sjálfboðaliða sem kemur að starfi í þágu barna og unglinga. Starfsfólk, þjálfarar og sjálfboðaliðar íþrótta og æskulýðsstarfs beri að vita hvernig megi koma í veg fyrir, þekkja einkenni og tilkynna grun um kynferðisbrot á börnum. Ef aðilar neiti að sitja slíka þjálfun fær starfsmaður ekki starfið. Þjálfaðir eru mannauðs/ráðningarstjórar í hverju félagi sem sinna ráðningarferli þar sem sakavottorði fylgi a.m.k. tvö meðmæli sem verði staðfest.

Einnig setji félögin siðareglur varðandi almenn samskipti, bann við öllu sem getur talist á kynferðislegum nótum, þar sem fullorðin einstaklingur, unglingur eða eldra barn, þvingar, sannfærir eða hvetur barn/ungmenni, iðkendur til að taka þátt í hvers kyns kynferðislegri snertingu eða án snertingar, talsmáti, niðurlægjandi atferli eða samskipti í gegnum síma eða netið.

Hafa ber í huga að reglur varðandi samskipti og ráðningar í starfi með ungum fólki í íþróttum og æskulýðsstarfi veita skýran ramma fyrir starfsfólk svo það seti sig ekki í þá stöðu að vera mögulega ákært fyrir brot gegn iðkendum og að starfsfólk veit í hverju starf þeirra er fólgið. Að sama skapi vita iðkendur að þjálfarar/starfsfólk og sjálfboðaliðar sem hafa hlotið slíka þjálfun og treysta sér að leita sér aðstoðar sé þess þörf. Á meðan fullorðnir styðja ekki fullorðna þolendur sem segja frá áreitni og ofbeldi þá eru enn minni líkur á því að börn treysti sér til þess að stíga fram og segja frá áreitni og ofbeldi af hendi þjálfara/starfsmanns eða sjálfboðaliða.

Að lokum viljum við minna á mikilvægt hlutverk fullorðinna til að vernda börn gegn öllu ofbeldi. Stór hluti þjóðarinnar tekur þátt í íþrótta og æskulýðsstarfi af einverju tæi sem iðkendur og svo þjálfarar, sjálfboðaliðar og starfsfólk. Börn eiga rétt á að búa við öruggt umhverfi þar sem þau geta treyst því að fullorðnir hafi gert allt sem sem í þeirra valdi stendur til að vernda æsku þeirra og þau geti óáreitt stundað íþróttir og þjálfað þrautseigju og heilbrigðan lífstíl.

Sigríður Björnsdóttir

Framkvæmdastjóri Blátt áfram

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 29.10.2018

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála.

Virðingarfyllst,

f.h. sambandsins,

Vigdís Häsler lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir - 29.10.2018

Í viðhengi er umsögn Héraðssambands Vestfirðinga um drög að frumvarpi til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Stella Hallsdóttir - 29.10.2018

Meðfylgjandi er umsögn umboðsmanns barna um drög að frumvarpi til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - 29.10.2018

Í viðhengi er að finna umsögn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) um drög að frumvarpi um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála.

F.h. ÍSÍ

Líney Rut Halldórsdóttir

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Kristín Heba Gísladóttir - 29.10.2018

Meðfylgjandi er umsögn AkureyrarAkademíunnar um drög að frumvarpi til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála.

Viðhengi