Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.10.–6.11.2018

2

Í vinnslu

  • 7.11.2018–26.12.2019

3

Samráði lokið

  • 27.12.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-174/2018

Birt: 23.10.2018

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um helgidagafrið og lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar (starfsemi á helgidögum)

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi og varð að lögum nr. 73/2019 https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.073.html https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=549

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að felld verði niður ákvæði sem banna tiltekna þjónustu og afþreyingu á helgidögum þjóðkirkjunnar. Einnig er lagt til að upptalning á helgidögum þjóðkirkjunnar verði færð yfir í þjóðkirkjulög.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er samið í dómsmálaráðuneytinu. Efnisatriði þess eru annars vegar að leggja til að felld verði niður ákvæði í lögum um helgidagafrið nr. 32/1997 sem banna tiltekna þjónustu, skemmtanir og afþreyingu á helgidögum þjóðkirkjunnar, sem taldir eru upp í 2. gr. laganna, og hins vegar að upptalning á þeim helgidögum verði felld úr lögunum og í staðinn tekin upp í lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Eftir stendur þá ákvæði 1. gr. laga um helgidagafrið lítillega breytt, ákvæði 3. gr. um að óheimilt sé að trufla guðsþjónustur, kirkjulegar athafnir eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar og viðurlagaákvæði 7. gr. laganna.

Þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að afnumin verði sú takmörkun sem er á atvinnustarfsemi og afþreyingu á grundvelli núgildandi laga um helgidagafrið er líklegt að nái frumvarpið fram að ganga verði unnt að koma betur til móts við þá sem stunda vilja afþreyingu á helgidögum og þá sem vilja njóta eða veita þjónustu á þeim dögum. Þá er talið að upptalning á helgidögum þjóðkirkjunnar falli vel að lögum um þjóðkirkjuna, en æskilegt er talið að tilgreina þá áfram í lögum þar sem vitnað er til þeirra daga í lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

postur@dmr.is