Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.10.–6.11.2018

2

Í vinnslu

  • 7.11.2018–10.4.2019

3

Samráði lokið

  • 11.4.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-175/2018

Birt: 23.10.2018

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um áhættumatsnefnd

Niðurstöður

Málið er í vinnslu í ráðuneytinu.

Málsefni

Með reglugerð þessari er fyrirhugað að setja áhættumatsnefnd á stofn. Hlutverk nefndarinnar er að veita og hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru

Nánari upplýsingar

Í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru er mælt fyrir um áhættumatsnefnd. Að matvælaeftirlit skuli m.a. byggjast á áhættugreiningu og að áhættumat skuli unnið á hlutlausan og gagnsæjan hátt á grundvelli vísindalegra upplýsinga og gagna. Í þessum tilgangi skipar ráðherra ráðgefandi nefnd sem veitir vísindalega ráðgjöf um áhættumat að beiðni ráðherra eða Matvælastofnunar.

Í drögum að reglugerð um áhættumatsnefnd er mælt fyrir um skipun nefndarinnar, hæfi nefndarmanna, starfshætti og kostnað við nefndina. Fyrirhugað er að nefndin verði skipuð fimm einstaklingum samkvæmt tilnefningu. Ráðherra skipi einn tilnefndra aðila formann nefndarinnar. Þegar nefndin fær beiðni um áhættumat skal hún úthluta verkefni til þess nefndarmanns eða þeirra nefndarmanna sem talinn er hæfastur til að sinna því. Telji nefndin þörf á sérkunnáttu við úrlausn mála getur hún leitað til innlendra eða erlendra aðila með þar til bæra sérkunnáttu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skal á hverju ári veita áhættumatsnefnd fjármagn til að sinna störfum sínum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Eggert Ólafsson

eggert.olafsson@anr.is