Samráð fyrirhugað 25.10.2018—08.11.2018
Til umsagnar 25.10.2018—08.11.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 08.11.2018
Niðurstöður birtar 19.12.2018

Drög að reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Mál nr. 178/2018 Birt: 25.10.2018 Síðast uppfært: 19.12.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Húsnæðisstuðningur

Niðurstöður birtar

Alls bárust þrjár umsagnir og voru eftirfarand breytingar gerðar á drögunum. Orðalag 2. mgr. 1. gr. var fært til samræmis við ákvæði laganna auk þess sem bætt var við skýringu á hvað fælist í sameiginlegu atvinnusvæði. Þá er gert ráð fyrir að uppfærðum húsnæðisáætlunum skuli skila fyrir 1. mars hvert ár í stað 1. október og að lokum lagt til að við reglugerðina bætist bráðabirgðarákvæði sem kveði á um að sveitarfélög skuli hafa lokið við gerð fyrstu húsnæðisáætlunar sinnar í samræmi við reglugerðina ekki síðar en 1. mars 2019. Ekki var talin þörf á að kveða sérstaklega á um samráð við hagsmunaaðila enda á það að fara fram á fyrri stigum, sbr. athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.10.2018–08.11.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.12.2018.

Málsefni

Í reglugerðinni er að finna ákvæði um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Þar er kveðið á um hvað skuli koma fram í húsnæðisáætlunum. hvernig skuli staðið að endurskoðun þeirra og samræmingu við aðrar áætlanir.

Með lögum nr. 65/2018 um breytingu á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 var lögfest skylda sveitarfélaga til þess að gera húsnæðisáætlanir til fjögurra ára, sem nánar skyldu útfærð í reglugerð. Með reglugerð þessari er kveðið á um efni húsnæðisáætlana, skil, endurskoðun og að þær skuli vera í samræmi við aðrar áætlanir sveitarfélagsins, s.s. fjárhags- og skipulagsáætlanir. Þá er jafnframt kveðið á um skyldu Íbúðalánasjóðs til þess að láta sveitarfélögum í té þær upplýsingar á sviði húsnæðismála sem hann býr yfir og nýst geta við vinnslu húsnæðisáætlana.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Ásta Friðjónsdóttir - 31.10.2018

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 08.11.2018

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök iðnaðarins - 08.11.2018

Góðan daginn,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

lögfræðingur SI

Viðhengi