Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 06.11.2018 - 27.11.2018
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Drög að matsviðmiðum í íslensku, stærðfræði og erlendum málum fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla.

Mál nr. S-179/2018 Stofnað: 25.10.2018 Síðast uppfært: 06.11.2018
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Samráð stendur yfir

Umsagnarfrestur er 06.11.2018 - 27.11.2018. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs matsviðmið í íslensku, stærðfræði og erlendum málum fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla.

Í gildandi aðalnámskrá grunnskóla fyrir einstök greinasvið sem tók gildi 2013 voru sett fram matsviðmið á öllum námssviðum við lok grunnskóla. Menntamálastofnun hefur nú gengið frá drögum að sambærilegum matsviðmiðum fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla í íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum en mikið hefur verið kallað eftir slíkum viðmiðum. Stofnunin hafði samráð við ýmsa grunnskóla við gerð viðmiðanna og byggði einnig á fyrri viðmiðavinnu sem fram fór á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Við frágang matsviðmiðanna hafa hæfniviðmið á viðkomandi greinasviðum verið höfð til hliðsjónar og matsviðmið við lok grunnskóla sem eru hluti af aðalnámskrá grunnskóla. Gert er ráð fyrir að afloknu samráði verði matsviðmiðin gefin út sem hluti af aðalnámskrá grunnskóla, birt í Stjórnartíðindum og kynnt fyrir skólasamfélaginu og mun Menntamálastofnun annast innleiðingu þeirra. Stofnunin mun á næstu mánuðum vinna að matsviðmiðum fyrir önnur greinasvið í samráði við skólasamfélagið. Þau verða síðan kynnt í Samráðsgátt og að afloknu samráðsferli birt einnig sem hluti aðalnámskrár grunnskóla og kynnt og innleidd með sambærilegum hætti.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.