Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.10.–13.11.2018

2

Í vinnslu

  • 14.11.–4.12.2018

3

Samráði lokið

  • 5.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-181/2018

Birt: 29.10.2018

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að endurskoðaðri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Niðurstöður

Drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga voru til kynningar í samráðsgátt Stjórnarráðsins um tveggja vikna skeið. Framkomnar athugasemdir við drögin varða fyrst og fremst breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga sem reglugerðin felur í sér og sem fjallað er um í meðfylgjandi samantekt. Með vísan til hennar þóttu athugasemdir ekki gefa tilefni til breytinga á drögunum. Jafnframt var skammur fyrirvari á innleiðingu breytinganna gagnrýndur. Hvað það varðar er bent á að þær breytingar sem reglugerðin felur í sér byggir á vinnu sem fram hefur farið við endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs á undanförnum árum og sem hlotið hefur mikla kynningu á vettvangi sveitarfélaga. Var því ekki talið tilefni til að fresta gildistökunni. Reglugerðin hefur nú verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, nr. 1088/2018, og tekur gildi 1. janúar nk.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að endurskoðaðri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Er efni gildandi reglugerðar uppfært miðað við þær breytingar sem orðið hafa á lögum og þá eru jafnframt gerðar tilteknar efnislegar breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga Jöfnunarsjóðs.

Nánari upplýsingar

Reglugerðin, sem lagt er til að komi í stað gildandi reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010, felur í sér uppfærslu á efni hennar til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verið á ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995. Þá felur hún í sér tilteknar efnislegar breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga sem veitt eru skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Þessar breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaganna eru byggðar á vinnu sem fram hefur farið við endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs á undanförnum árum og er markmið þeirra að:

• Auka jöfnuð milli sveitarfélaga.

• Styrkja millistór sveitarfélög og draga úr framlögum til tekjuhærri sveitarfélaga.

• Draga úr neikvæðum áhrifum vegna sameiningar sveitarfélaga á útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins og styrkja þar með hvata til sameiningar.

• Auka framlög til sveitarfélaga sem eru með hlutfallslega mörg börn á grunnskólaaldri, sveitarfélaga sem hafa marga þéttbýliskjarna og sveitarfélaga á vaxtarsvæðum.

Í fyrsta lagi eru gerðar breytingar á svokallaðri hagkvæmnilínu sem m.a. mun styrkja millistór sveitarfélög sem mörg hver hafa verið í miklum vexti undanfarin ár. Í öðru lagi eru gerðar breytingar á vægi einstakra viðmiða sem m.a. munu draga úr vægi fjarlægða innan sveitarfélaga. Í þriðja lagi er bætt við nýju viðmiði sem snýr að fjölgun íbúa en bent hefur verið á að mikil útgjöld fylgi örum vexti sveitarfélaga. Þá verður höfuðborgarsvæðið jafnframt skilgreint sem einn byggðakjarni að Kjalarnesi undanskildu, sem hefur áhrif útreikning framlaga á því svæði. Loks eru gerðar breytingar á skerðingu útgjaldajöfnunarframlaga vegna tekna sveitarfélaga sem koma munu tekjuminni sveitarfélög til góða.

Gert er ráð fyrir því að framangreindar breytingar taki gildi um næstu áramót. Nánari umfjöllun um breytingarnar og áhrif þeirra er að finna í meðfylgjandi samantekt Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

postur@srn.is