Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.10.–27.11.2018

2

Í vinnslu

  • 28.11.2018–11.2.2020

3

Samráði lokið

  • 12.2.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-182/2018

Birt: 31.10.2018

Fjöldi umsagna: 12

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að frumvarpi til laga um sviðslistir

Niðurstöður

Lög um sviðslistir voru samþykkt á Alþingi í desember 2019

Málsefni

Í drögum frumvarpsins er lögð til rammalöggjöf um sviðlistastarfsemi, þar með talið Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn, auk ákvæða um sviðslistaráð, sviðslistasjóð og kynningarmál.

Nánari upplýsingar

Frumvarpsdrögin skiptast í fjóra kafla:

Í fyrsta lagi er kveðið á um markmið laganna auk þess sem hugtakið sviðslistir er skilgreint.

Í öðru lagi eru ákvæði um Þjóðleikhúsið. Lagðar eru til nokkrar breytingar frá gildandi leiklistarlögum á ákvæðum sem fjalla um Þjóðleikhúsið. Sem dæmi má nefna að óperur, söngleikir og listdanssýningar verða ekki áfram eitt af aðalhlutverkum leikhússins og um endurskipun þjóðleikhússtjóra fer að fyrirmynd ákvæða annarra laga á sviði lista.

Í þriðja lagi er lagt til að Íslenski dansflokkurinn verði lögfestur í fyrsta sinn.

Í fjórða lagi eru ákvæði um sviðslistaráð, sviðslistasjóð og kynningarmál.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

postur@mrn.is