Samráð fyrirhugað 31.10.2018—14.11.2018
Til umsagnar 31.10.2018—14.11.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 14.11.2018
Niðurstöður birtar 18.12.2018

Reglugerð um framkvæmd nethlutleysis

Mál nr. 183/2018 Birt: 31.10.2018 Síðast uppfært: 18.12.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Niðurstaðan er í stuttu máli að engar umsagnir bárust. Nálgast má link á vef stjórnartíðinda í niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 31.10.2018–14.11.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.12.2018.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um framkvæmd nethlutleysis.

Í drögunum er lagt til að innleidd verði ákvæði 1.-6. gr. og 8.-10. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins 2015/2120/ESB frá 25. nóvember 2015 um ráðstafanir varðandi opinn netaðgang og um breytingu á tilskipun 2002/22/EB um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og -þjónustu og reglugerð (ESB) nr. 531/2012 um reiki á almennum farsímanetum innan sambandsins. 7. gr. reglugerðarinnar hefur þegar verið innleidd með reglugerð nr. 558/2016 um breytingu á reglugerð 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetnum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Reglugerð (ESB) 2015/2120

Reglugerðin hefur að geyma heildstæðar reglur um nethlutleysi, auk breytingarákvæða um reiki (sem þegar eru innleidd). Meginmarkmið nethlutleysisreglna er að vernda jafna meðferð án mismununar á umferð við veitingu netaðgangsþjónustu og tengd réttindi endanlegra notenda þannig að samskiptin séu óháð efnisinnihaldi, hugbúnaði, notkunareiginleikum, þjónustu, búnaði, upprunavistfangi eða móttökuvistfangi. Reglur um nethlutleysi fela þó ekki í sér að net- og umferðarstýring sé með öllu óheimil, heldur er gert ráð fyrir að í ákveðnum tilvikum sé heimilt að beita umferðarstýringu t.d. til að bregðast við álagi á fjarskiptanetum, enda sé stýringunni beitt á jafnræðisgrundvelli, hún sé hófleg og vari ekki lengur en þörf er á. Kjarni inntaks reglugerðarinnar snýr að gagnsæi og upplýsingagjöf til neytenda.

Þá felur reglugerðin í sér mikilvægt nýmæli á sviði fjarskiptaeftirlits, þ.e. að fjarskiptaeftirlitsstjórnvaldinu er heimilað að setja kröfur um tæknileg skilyrði og lágmarksgæði netþjónustu.