Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.10.–14.11.2018

2

Í vinnslu

  • 15.11.–17.12.2018

3

Samráði lokið

  • 18.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-183/2018

Birt: 31.10.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Reglugerð um framkvæmd nethlutleysis

Niðurstöður

Niðurstaðan er í stuttu máli að engar umsagnir bárust. Nálgast má link á vef stjórnartíðinda í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um framkvæmd nethlutleysis.

Nánari upplýsingar

Í drögunum er lagt til að innleidd verði ákvæði 1.-6. gr. og 8.-10. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins 2015/2120/ESB frá 25. nóvember 2015 um ráðstafanir varðandi opinn netaðgang og um breytingu á tilskipun 2002/22/EB um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og -þjónustu og reglugerð (ESB) nr. 531/2012 um reiki á almennum farsímanetum innan sambandsins. 7. gr. reglugerðarinnar hefur þegar verið innleidd með reglugerð nr. 558/2016 um breytingu á reglugerð 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetnum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Reglugerð (ESB) 2015/2120

Reglugerðin hefur að geyma heildstæðar reglur um nethlutleysi, auk breytingarákvæða um reiki (sem þegar eru innleidd). Meginmarkmið nethlutleysisreglna er að vernda jafna meðferð án mismununar á umferð við veitingu netaðgangsþjónustu og tengd réttindi endanlegra notenda þannig að samskiptin séu óháð efnisinnihaldi, hugbúnaði, notkunareiginleikum, þjónustu, búnaði, upprunavistfangi eða móttökuvistfangi. Reglur um nethlutleysi fela þó ekki í sér að net- og umferðarstýring sé með öllu óheimil, heldur er gert ráð fyrir að í ákveðnum tilvikum sé heimilt að beita umferðarstýringu t.d. til að bregðast við álagi á fjarskiptanetum, enda sé stýringunni beitt á jafnræðisgrundvelli, hún sé hófleg og vari ekki lengur en þörf er á. Kjarni inntaks reglugerðarinnar snýr að gagnsæi og upplýsingagjöf til neytenda.

Þá felur reglugerðin í sér mikilvægt nýmæli á sviði fjarskiptaeftirlits, þ.e. að fjarskiptaeftirlitsstjórnvaldinu er heimilað að setja kröfur um tæknileg skilyrði og lágmarksgæði netþjónustu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Ástríður Scheving Thorsteinsson

srn@srn.is