Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–28.9.2018

2

Í vinnslu

  • 29.9.2018–13.1.2019

3

Samráði lokið

  • 14.1.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-119/2018

Birt: 6.9.2018

Fjöldi umsagna: 5

Annað

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Tillögur starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu

Niðurstöður

Tillögur starfshópsins verða unnar frekar í forsætisráðuneytinu. Við þá vinnu er höfð hliðsjón af umsögnum sem bárust í samráðinu.

Málsefni

Óskað er eftir athugasemdum við tillögur starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu

Nánari upplýsingar

Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu var skipaður með bréfi forsætisráðherra í janúar 2018. Starfshópnum var ætlað að fjalla um hvaða þættir hafa áhrif á traust á stjórnmálum og stjórnsýslu og hvernig hægt sé að vinna markvisst að því að auka það. Þá var hópnum falið að gera grein fyrir reynslu af setningu siðareglna í stjórnsýslu ríkisins og taka afstöðu til þess hvort þörf sé á að endurskoða þær eða lagalega umgjörð þeirra. Loks skyldi hópurinn kanna hvaða breytingar séu nauðsynlegar á lögum og reglum til að auka gagnsæi og varnir gegn spillingu, stuðla að heilindum í störfum í almannaþágu og takast á við hagsmunaárekstra í tengslum stjórnsýslu og atvinnulífs.

Starfshópurinn skilaði skýrslu með tillögum sínum til forsætisráðherra þann 3. september 2018. Þær eru alls 25 talsins og skiptast í 8 meginsvið. Hér með er efnt til opins samráðs um tillögurnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Forsætisráðuneytið

postur@for.is