Samráð fyrirhugað 06.09.2018—28.09.2018
Til umsagnar 06.09.2018—28.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 28.09.2018
Niðurstöður birtar 14.01.2019

Tillögur starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu

Mál nr. 119/2018 Birt: 06.09.2018 Síðast uppfært: 14.01.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Æðsta stjórnsýsla
  • Alþingi og eftirlitsstofnanir þess

Niðurstöður birtar

Tillögur starfshópsins verða unnar frekar í forsætisráðuneytinu. Við þá vinnu er höfð hliðsjón af umsögnum sem bárust í samráðinu.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.09.2018–28.09.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.01.2019.

Málsefni

Óskað er eftir athugasemdum við tillögur starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu

Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu var skipaður með bréfi forsætisráðherra í janúar 2018. Starfshópnum var ætlað að fjalla um hvaða þættir hafa áhrif á traust á stjórnmálum og stjórnsýslu og hvernig hægt sé að vinna markvisst að því að auka það. Þá var hópnum falið að gera grein fyrir reynslu af setningu siðareglna í stjórnsýslu ríkisins og taka afstöðu til þess hvort þörf sé á að endurskoða þær eða lagalega umgjörð þeirra. Loks skyldi hópurinn kanna hvaða breytingar séu nauðsynlegar á lögum og reglum til að auka gagnsæi og varnir gegn spillingu, stuðla að heilindum í störfum í almannaþágu og takast á við hagsmunaárekstra í tengslum stjórnsýslu og atvinnulífs.

Starfshópurinn skilaði skýrslu með tillögum sínum til forsætisráðherra þann 3. september 2018. Þær eru alls 25 talsins og skiptast í 8 meginsvið. Hér með er efnt til opins samráðs um tillögurnar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Birkir Helgi Stefánsson - 06.09.2018

Ég myndi vilja sjá eina tillögu í viðbót sem snertir menntakerfið, en ég sé ekki að minnst sé á menntun, kennslu eða skóla yfir höfuð í skýrslunni fyrir utan hluta 8 (um símenntun starfsfólks stjórnsýslunnar).

Það hlýtur að eiga þátt í eflingu trausts íslensks almennings á stjórnkerfinu, og vera nátengt — eða í beinu framhaldi af — hluta 3 (um gagnsæi, miðlun upplýsinga og upplýsingarétt almennings).

Afrita slóð á umsögn

#2 Hilda Jana Gísladóttir - 07.09.2018

Sæl, ég hvet eindregið til þess að i þessum tillögum komi útfærslur að samskiptum ríkis og sveitarfélaga- þá ekki síst þingheims við kjörna sveitarstjórnarfultrúa/bæjarstjóra. Samskiptavandi/samskiptaleysi milli sveitarstjórnarstigsins og ríkisvaldsins tel ég að hafi mikil áhrif á traust almennings til stjórnmála. Aðgerðir til úrbóta væri t.d. að formgera samskiptin, setja tímamörk á svörum ríkisvaldsins og hafa opna viðtalstíma ráðuneyta fyrir viðkomandi svæði. Að auki væri hægt að kanna möguleika á að nýta svæðisfélög betur til samráðs og samtals.

Afrita slóð á umsögn

#3 Pétur Reimarsson - 24.09.2018

Í viðhengi má finna umfjöllun Samtaka atvinnulífsins um skýrsluna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Viðskiptaráð Íslands - 28.09.2018

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Hagsmunasamtök heimilanna - 28.09.2018

Sjá viðhengi.

Viðhengi