Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 06.11.2018 - 23.11.2018
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga

Mál nr. S-223/2018 Stofnað: 06.11.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Húsnæðisstuðningur
  • Fjölskyldumál

Samráð stendur yfir

Umsagnarfrestur er 06.11.2018 - 23.11.2018. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Í leiðbeiningunum er að finna sjónarmið og viðmið fyrir sveitarfélög við setningu reglna um úthlutun á félagslegu íbúðarhúsnæði í þeirra eigu.

Samkæmt 5. gr. samkomulags dags. 31. maí 2016, á milli ríkisstjórnar Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga skal velferðarráðuneytið gefa út leiðbeiningar um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga.

Samkomulaginu er ætlað að stuðla að samræmi á milli reglna sveitarfélaga og vinna að húsnæðisöryggi íbúa þeirra. Í því skyni er markmiðið að tryggja aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði og lágmarka biðtíma eftir slíku húsnæði eins og kostur er.

Leiðbeiningum er ætlað að vera sveitarstjórnum og fastanefndum þeirra til aðstoðar við undirbúning að setningu reglna. Jafnframt þjóna leiðbeiningar þeim tilgangi að vera til fyllingar reglum einstakra sveitarfélaga og til hliðsjónar við skýringu þeirra.

Í leiðbeiningunum er að fjallað um markmið og lagagrundvöll reglna um félagslegt íbúðarhúsnæði, skilyrði, málsmeðferð og dæmi um matsviðmið vegna mats á félagslegum aðstæðum umsækjenda.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.