Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.11.2018

2

Í vinnslu

  • 22.11.–4.12.2018

3

Samráði lokið

  • 5.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-224/2018

Birt: 7.11.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að frumvarpi um gildistöku alþjóðasamnings um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði (Höfðaborgarsamningurinn) og bókunar um búnað loftfara.

Niðurstöður

Ein umsögn barst um frumvarpið í samráðsgátt en hún hafði ekki áhrif á efni frumvarpsins. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi 4. desember 2018 sjá hér á vef Alþingis https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=415

Málsefni

Um er að ræða drög að nýrri heildarlöggjöf til innleiðingar á alþjóðasamningi um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði (Höfðaborgarsamningur) og bókunar um búnað loftfara.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða drög að nýrri heildarlöggjöf til innleiðingar á alþjóðasamningi um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði (Höfðaborgarsamningur) og bókunar um búnað loftfara. Höfðaborgarsamningurinn hefur að geyma almennar reglur og geta ákvæði hans gilt um fjármögnun þriggja tegunda búnaðar, þ.e. búnað loftfara, járnbrauta og geimbúnað. Um hverja þessa tegund gilda sérstakar bókanir við samninginn en með þessu frumvarpi er lagt til að einungis sú bókun er varðar loftför hafi gildi hér á landi, en hún lagar samninginn að fjármögnun á kaupum eða leigu loftfarshluta sérstaklega.

Meginmarkmið Höfðaborgarsamningsins er að auðvelda fjármögnun viðskipta milli landa með hreyfanlegan búnað. Til þess að hvetja fjármögnunarfyrirtæki til að leggja fé til þessara viðskipta þótti nauðsynlegt að draga úr þeirri áhættu sem fylgdi ólíkum og stundum ófullnægjandi reglum landa um úrræði kröfuhafa vegna vanefnda skuldara. Í samningnum er því gerð grein fyrir úrræðum kröfuhafa. Jafnframt er samkvæmt samningnum sett á fót alþjóðleg rafræn skrá þar sem kröfuhafar geta skráð tryggingaréttindi í hreyfanlegum búnaði og þannig tryggt forgang kröfu sinnar. Á þennan hátt eru taldar auknar líkur á því að fjármögnunaraðilar nái fram efndum og að þeir telji sig þar með geta veitt viðskiptavinum sínum betri lánskjör

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is