Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 07.11.2018 - 27.11.2018
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um ófrjósemisaðgerðir

Mál nr. S-225/2018 Stofnað: 07.11.2018 Síðast uppfært: 08.11.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Samráð stendur yfir

Umsagnarfrestur er 07.11.2018 - 27.11.2018. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Frumvarp til nýrra heildarlaga um ófrjósemisaðgerðir í stað ákvæðis gildandi laga nr. 25/1975 um ófrjósemisaðgerðir.

Með frumvarpi þessu er lagt til að fjallað verði um ófrjósemisaðgerðir í sérlögum. Í lögum nr. 25/1975 er fjallað um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir, um þungunarrof og ófrjósemisaðgerðir en með hjálögðu frumvarpi er lagt til að fjallað verði um ófrjósemisaðgerðir í sérlögum þar sem um mjög óskildar aðgerðir er að ræða.

Með frumvarpinu eru lögð til ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir. Markmið þeirra er að heimila framkvæmd ófrjósemisaðgerðar að beiðni einstaklings eða þegar sérstakar ástæður liggja fyrir. Í markmiðsákvæði laganna er tekið fram að gæta skuli mannréttinda og mannhelgi einstaklinga í hvívetna við framkvæmd laganna. Lagt er til að lögin eigi ekki við ef um nauðsynlega læknismeðferð er að ræða, enda þótt ófrjósemi hljótist af.

Í lögunum er ófrjósemisaðgerð skilgreind sem það þegar sáðgöngum karla og eggleiðurum kvenna er lokað til að binda enda á frjósemi. Tvenns konar heimildir fyrir ófrjósemisaðgerðum eru lagðar til, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð 18 ára aldri og hins vegar á einstaklingi sem er ólögráða fyrir æsku sakir, þegar ætla má að frjósemi viðkomandi hafi alvarleg áhrif á líf eða heilsu einstaklingsins, en fyrir slíkri heimild er sett það skilyrði að fyrir liggi staðfesting tveggja lækna um fyrrgreind áhrif á heilsu og samþykki sérstaklega skipaðs lögráðamanns, sbr. 53. gr. lögræðislaga. Þá er lagt til að einstaklingur hljóti fræðslu áður en ófrjósemisaðgerð er gerð um í hverju aðgerðin er fólgin, áhættur samfara henni og afleiðingar. Gert er ráð fyrir að sett verði skilyrði um að umsóknin sé undirrituð af þeim einstaklingi sem sækir um aðgerðina á því formi sem landlæknir býr til og að í slíkri umsókn lýsi einstaklingur því yfir að honum sé ljóst í hverju aðgerð sé fólgin. Þá er lagt til að einungis læknar með sérfræðiviðurkenningu í almennum skurðlækningum, kvensjúkdómalækningum eða þvagfæraskurðlækningum megi framkvæma ófrjósemisaðgerðir og að einungis megi framkvæma ófrjósemisaðgerðir á heilbrigðisstofnunum eða starfsstofum lækna sem landlæknir hefur eftirlit með.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.