Samráð fyrirhugað 07.11.2018—16.12.2018
Til umsagnar 07.11.2018—16.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 16.12.2018
Niðurstöður birtar 20.11.2019

Áætluð breyting á 5. gr. reglugerðar nr. 1266/2017

Mál nr. 226/2018 Birt: 07.11.2018 Síðast uppfært: 20.11.2019
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Niðurstöður birtar

Ráðuneytið vinnur úr athugasemdum varðandi málið og hyggst birta drög að reglugerð um breytingu á reglugerðinni til umsagnar síðar.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.11.2018–16.12.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.11.2019.

Málsefni

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum að breytingum á 5. gr. reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Reglugerð nr. 1266/2017 öðlaðist gildi 1. júlí 2018 og er ný heildarreglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Ljóst þykir að gera þarf breytingar á fyrirkomulagi 5. gr.

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum að breytingum á 5. gr. reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Reglugerð nr. 1266/2017 öðlaðist gildi 1. júlí 2018 og er ný heildarreglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Ljóst þykir að gera þarf breytingar á fyrirkomulagi 5. gr.

Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 16. desember nk. Jafnframt er velkomið að senda inn tillögur að nýju orðalagi á 5. gr. reglugerðarinnar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Ólafur Guðmundur Adolfsson - 08.11.2018

Velferðarráðuneytið hefur fengið ábendingar m.a. frá undirrituðum um að túlkun undirstofnanna ráðuneytisins á 5. grein reglugerðar nr. 1266/2017 sé önnur en fram kom í kynningu ráðuneytisins til hagsmunaaðila í aðdraganda setningar reglugerðarinnar. Afstaða ráðuneytisins var síðan ítrekuð þegar athugasemdir voru gerðar við breytingar á reglugerðinni (rgl. nr. 616/2018) sem fólu í sér að læknum væri heimilt að ávísa methýlfenidati og amfetamíni til allra sjúklinga en lyfjabúðum hins vegar óheimilt að afgreiða þær sömu sömu lyfjaávísanir til sjúklinga nema til staðar væri lyfjaskírteini á áðurnefnd lyf hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sérstaklega var spurt um hvort ávísandi læknir þyrfti að vera skráður á lyfjaskírteinið og svarið við þeirri spurningu var NEI því reglugerðin næði hlutverki sínu með staðfestingu Sjúkratrygginga Íslands á að sjúklingur hefði hlotið réttmæta greiningu.

Í ljósi þess sem kemur fram hér að ofan hlýt ég því að kalla eftir að fram komi hér á samráðsgáttinni hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á 5. grein reglugerðar nr. 1266/2017 svo hægt sé að veita umsögn.