Samráð fyrirhugað 09.11.2018—07.12.2018
Til umsagnar 09.11.2018—07.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 07.12.2018
Niðurstöður birtar 23.05.2019

Drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum

Mál nr. 227/2018 Birt: 09.11.2018 Síðast uppfært: 23.05.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Unnið hefur verið úr þeim athugasemdum sem bárust, sjá birt skjal um samantekt á helstu athugasemdum og viðbrögðum við þeim. Endanlega stefnu má finna á heimasíðu forsætisráðuneytisins á slóðinni https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=0be16cc8-3123-11e9-9431-005056bc4d74.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.11.2018–07.12.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.05.2019.

Málsefni

Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs drög að stefnu ráðuneytisins um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum.

Nú eru alls 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86 hundraðshluta miðhálendisins og 44 hundraðshluta landsins alls, ef miðað er við þau landsvæði sem óbyggðanefnd hefur tekið til meðferðar og úrskurðað.

Enginn má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig. Til slíkra afnota telst meðal annars að reisa mannvirki, hvers konar jarðrask sem og nýting hlunninda, vatns- og jarðhitaréttinda. Öll slík afnot eru leyfisskyld. Leyfisveitingarhlutverkinu er skipt á milli forsætisráðherra annars vegar og sveitarstjórna hins vegar. Nýting vindorku, vatns- og jarðhitaréttinda, námuvinnsla og önnur jarðefnanýting er háð leyfi ráðherra. Að öðru leyti þarf leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar til að nýta land og landsréttindi. Sé nýting sem sveitarstjórn heimilar til lengri tíma en eins árs þarf jafnframt samþykki ráðherra.

Í ljósi mikilvægis þess að setja fram í stefnu þau sjónarmið sem ráðherra leggur til grundvallar við ákvörðun um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda, sem sveitarfélög hyggjast veita leyfi fyrir, hefur forsætisráðuneytið mótað stefnu um það hvernig ráðherra beitir samþykktarhlutverki sínu. Með því er unnt að skapa aukinn fyrirsjáanleika og festu í stjórnsýsluframkvæmd ráðuneytisins.

Stefnumótunin tekur mið af annarri stefnumörkun sem fyrir liggur en leitast er við að dýpka þau stef og sjónarmið sem þar er að finna. Koma þar einkum til skoðunar landskipulagsstefna, Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og þingsályktun um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Einnig er horft til markmiða um umhverfisvernd og nýtingu í löggjöf á sviði umhverfisréttar. Loks er þess gætt að stefnan rími við eigendastefnu ríkisins fyrir eignarlönd í eigu þess sem nú liggur fyrir í drögum.

Kaflaskipting stefnunnar tekur mið af eðli þeirra tilvika þar sem helst reynir á samþykktarhlutverk ráðherra. Fjallað er um uppbyggingu mannvirkja og samgangna vegna aukinnar ferðaþjónustu og útivistar, þar sem reynir á sjónarmið um vernd víðerna og hvernig haga beri landnýtingu innan þjóðlendna, sem eru að mestu óbyggð eða lítið röskuð svæði. Einstakir kaflar eru byggðir þannig upp að í fyrsta lagi eru sett fram þau markmið sem fyrirhuguð nýting lands og landsréttinda skal samræmast. Í öðru lagi eru sett fram sjónarmið eða mælikvarðar sem máta skal hina fyrirhuguðu nýtingu við og loks er leitast við að tilgreina einstök tilvik í dæmaskyni til að gefa gleggri mynd af aðstæðum þar sem reynir á þau markmið og sjónarmið sem nefnd eru í köflunum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök ferðaþjónustunnar - 27.11.2018

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Bestu kveðjur

F.h. Samtaka ferðaþjónustunnar

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landgræðsla ríkisins - 30.11.2018

Umsögn Landgræðslu ríkisins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Umhverfisstofnun - 05.12.2018

Meðfylgjandi er umsögn Umhverfisstofnunar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samband íslenskra sveitarfélaga - 06.12.2018

Vinsamlegast sjá meðfylgjandi umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum.

f.h. sambandsins,

Vigdís Häsler, lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök atvinnulífsins - 07.12.2018

Með fylgir umsögn SA sem ekki fylgdi í fyrri tilraun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Fannborg ehf / Kerlingarfjöll - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Ferðaklúbburinn 4x4 - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Landsamband Íslenskra Vélsleðamanna - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Snorri Ingimarsson - 27.12.2018

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samorka - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Hreppsnefnd Ásahrepps - 27.12.2018

Hreppsnefnd Ásahrepps tók fyrir á 8. fundi sínum þann 21. nóvember 2018 drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum. Eftirfarandi var bókað hjá hreppsnefnd Ásahrepps um málið:

Stefna um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum, frá forsætisráðuneytinu.

Lögð fram drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum sem kynnt hefur verið á samráðsgátt stjórnarráðsins.

Hreppsnefnd Ásahrepps finnst að tekið sé dýpra í árinni varðandi samgögnumál en landsskipulagsstefnan segir til um. Rétt er að benda á að til staðar eru staðfest aðalskipulög sveitarfélaga og rétt væri að hafa tilvísun til þeirra varðandi heimildir til vegaframkvæmda á hálendi Íslands.

þessi bókun hreppsnefndar Ásahrepps tilkynnist hér með.

Með bestu kveðju,

Valtýr Valtýsson

sveitarstjóri Ásahrepps