Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–26.11.2018

2

Í vinnslu

  • 27.11.2018–25.3.2019

3

Samráði lokið

  • 26.3.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-228/2018

Birt: 12.11.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Reglugerð um verkefni vísindasiðanefndar

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust um drögin og var reglugerðin undirrituð af ráðherra og birt í stjórnartíðindum. Sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/0155-2019

Málsefni

Drög að reglugerð um verkefni vísindasiðanefndar eru birt til umsagnar. Í reglugerðinni er mælt fyrir um verkefni vísindasiðanefndar og er markmið hennar að kveða nánar á um verkefni vísindasiðanefndar og heimild nefndarinnar til að setja sér starfsreglur.

Nánari upplýsingar

Í þeim drögum sem hér eru birt til umsagnar er fjallað um verkefni vísindasiðanefndar, þ.á.m. hlutverk nefndarinnar við mat á vísindarannsóknum á heilbrigiðissviði, hlutverk nefndarinnar í að tryggja að rannsóknir byggi á virðingu fyrir mannhelgi þátttakenda og að mannréttindum sé ekki fórnað fyrir hagsmuni vísinda og samfélags. Einnig er fjallað um hlutverk vísindasiðanefndar er við kemur skilyrði fyrir notkun víðtæks samþykkis í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og heimildir nefndarinnar til að ákveða að leita skuli nýs samþykkis telji hún þess þörf. Þá er fjallað um hlutverk vísindasiðanefndar er við kemur þátttöku nefndarinnar í almennri og fræðilegri umræðu, eftirlitshlutverk nefndarinnar og fleiri atriði er varða verksvið vísindasiðanefndar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Velferðarráðuneytið

postur@vel.is