Samráð fyrirhugað 12.11.2018—26.11.2018
Til umsagnar 12.11.2018—26.11.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 26.11.2018
Niðurstöður birtar 26.03.2019

Reglugerð um verkefni vísindasiðanefndar

Mál nr. 228/2018 Birt: 12.11.2018 Síðast uppfært: 26.03.2019
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust um drögin og var reglugerðin undirrituð af ráðherra og birt í stjórnartíðindum. Sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/0155-2019

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 12.11.2018–26.11.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.03.2019.

Málsefni

Drög að reglugerð um verkefni vísindasiðanefndar eru birt til umsagnar. Í reglugerðinni er mælt fyrir um verkefni vísindasiðanefndar og er markmið hennar að kveða nánar á um verkefni vísindasiðanefndar og heimild nefndarinnar til að setja sér starfsreglur.

Í þeim drögum sem hér eru birt til umsagnar er fjallað um verkefni vísindasiðanefndar, þ.á.m. hlutverk nefndarinnar við mat á vísindarannsóknum á heilbrigiðissviði, hlutverk nefndarinnar í að tryggja að rannsóknir byggi á virðingu fyrir mannhelgi þátttakenda og að mannréttindum sé ekki fórnað fyrir hagsmuni vísinda og samfélags. Einnig er fjallað um hlutverk vísindasiðanefndar er við kemur skilyrði fyrir notkun víðtæks samþykkis í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og heimildir nefndarinnar til að ákveða að leita skuli nýs samþykkis telji hún þess þörf. Þá er fjallað um hlutverk vísindasiðanefndar er við kemur þátttöku nefndarinnar í almennri og fræðilegri umræðu, eftirlitshlutverk nefndarinnar og fleiri atriði er varða verksvið vísindasiðanefndar.