Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–29.11.2018

2

Í vinnslu

  • 30.11.2018–3.7.2019

3

Samráði lokið

  • 4.7.2019

Mál nr. S-229/2018

Birt: 12.11.2018

Fjöldi umsagna: 11

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs (stjórnvaldssektir o.fl.)

Niðurstöður

Frumvarpið var til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins frá 13. nóvember 2018 til 29. nóvember 2018. Alls bárust 15 umsagnir um frumvarpið sem hafðar voru til hliðsjónar við lokafrágang frumvarpsins. Í greinargerð frumvarpsins var gerð grein fyrir helstu athugasemdum við frumvarpið og viðbrögð ráðuneytisins við þeim.

Málsefni

Lagt til að stjórnvöld hafi heimild til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um holl­ustuhætti og mengunarvarnir og lögum um meðhöndlun úrgangs. Með frumvarpinu verða einnig gerðar ýmsar breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp vegna breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Í frumvarpinu er lag til að Umhverfisstofnun hafi heimild til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem og lögum um meðhöndlun úrgangs. Frumvarpinu er ætlað að tryggja eins og frekast er unnt að ekki sé hægt að hagnast á því að fara ekki að umræddum lögum. Hins vegar þyki ekki rétt að öll brot varði viðurlögum sem ákveðin eru af dómstólum. Með því að taka upp stjórnvaldssektir er betur tryggt að lögum verði framfylgt.

Í frumvarpinu er einnig lagt til að skil rekstraraðila á umhverfisupplýsingum um losun frá atvinnurekstrinum og hráefnanotkun verði einfölduð með því að samþætta skil á grænu bókhaldi og útstreymisbókhaldi. Lagt er til að rekstraraðilar geti skilað framangreindum upplýsingum til Umhverfisstofnunar með rafrænum hætti.

Þá er lagt til að Umhverfisstofnun hafi heimild til að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu. Þörf getur verið á slíkri heimild t.d. ef óviðráðanlegar tafir verða í umsóknarferlinu og eldra starfsleyfi rennur út áður en unnt er að gefa út endurnýjað starfsleyfi.

Þá er lögð til breyting á fyrirkomulagi við ráðningar framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits og starfsmanna þess. Í frumvarpinu er lagt til að heilbrigðisnefndir á hverju eftirlitssvæði ráði framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits og setji honum starfslýsingu. Þá er lagt til það nýmæli að framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits ráði til starfa aðra starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins í stað heilbrigðisnefndar áður. Jafnframt er lagt til að starfsheitið heilbrigðisfulltrúi verði lagt niður og ekki verði þörf á leyfi ráðherra til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi eða starfsmaður heilbrigðiseftirlits. Að lokum er lagt til að heilbrigðisnefnd geti ákveðið að fela framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits og starfsmönnum þess heimild til ákvarðanatöku í einstökum málaflokkum sem undir heilbrigðisnefnd heyrir og henni er ætlað að sinna samkvæmt lögunum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Auk annarra breytinga á lögum eru í frumvarpinu lagðar til nokkrar breytingar á orðalagi ákvæða laga um hollustuhætti og mengunarvarnir um þvingunarúrræði. Einnig er kveðið á um hámarksfjárhæð dagsekta og að þær falli ekki niður þrátt fyrir að málsaðili uppfylli skyldur sínar síðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

postur@uar.is