Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–23.11.2018

2

Í vinnslu

  • 24.11.–13.12.2018

3

Samráði lokið

  • 14.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-230/2018

Birt: 14.11.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi um CFC, samsköttun félaga, takmörkun á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningu vegna útsendra starfsmanna

Málsefni

Drög að frumvarpi um CFC-skattlagningu, samsköttun félaga, takmörkun á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningu vegna útsendra starfsmanna.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu felast í fyrsta lagi breytingar á 55. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, sem fela annars vegar í sér að dótturfélögum félaga í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, sem staðsett eru hér á landi, verði heimil samsköttun með innlendum samstæðufélögum. Hins vegar er lagt til að innlendum skattaðila verði heimilt að nýtaeftirstöðvar rekstrartapa hjá dótturfélagi með heimilisfesti í framangreindum ríkjum ef hann sýnir fram á að dótturfélagi hans sé ekki unnt að nýta tapið síðar í því ríki þar sem það hefur heimilisfesti.

Í öðru lagi felur frumvarpið í sér endurskoðun á núgildandi ákvæði 57. gr. a, hinu svokallaða CFC-ákvæði (e. Controlled Foreign Corporations) í átt til frekari skýringar og með hliðsjón af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram á alþjóðavettvangi og fjallað verður nánar um. Líkt og á við um núgildandi ákvæði er megintilgangur ný ákvæðis að heimila skattlagningu CFC-tekna hér á landi til að sporna gegn því að innlendir skattaðilar flytji fjármagn til svæða eða ríkja sem leggja á lága eða enga skatta í þeim tilgangi að lágmarka eða komast undan skattlagningu á Íslandi.

Í þriðja lagi er lagt til að takmarkanir á heimild til frádráttar vaxtagjalda eigi ekki við um samstæður félaga sem njóta heimildar til samsköttunar skv. 55. gr. tekjuskattslaga þegar öll félög samstæðu eru heimilisföst hér á landi.

Í fjórða lagi eru lagðar til breytingar á skattskyldu í tengslum við útleigu á vinnuafli hjá erlendum aðilum í byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is