Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–30.11.2018

2

Í vinnslu

  • 1.–17.12.2018

3

Samráði lokið

  • 18.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-232/2018

Birt: 14.11.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum fjarskiptanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum

Niðurstöður

Niðurstaðan er í stuttu máli að engar umsagnir bárust. Nálgast má link á vef stjórnartíðinda í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Með reglugerðinni er innleidd með tilvísunaraðferð framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2311 frá 13. desember 2017 um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu.

Nánari upplýsingar

Með reglugerðinni er innleidd með tilvísunaraðferð framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2311 frá 13. desember 2017 um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2292. Reglugerðin hefur þegar verið birt á íslensku í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB þann 23. ágúst sl. en innleiðingadagur gerðarinnar skv. EES-samningnum var 7. júlí 2018.

Reglugerð ESB hefur aðeins eitt efnisákvæði er lýtur að því að uppfæra vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma innan EES. Nýtt vegið meðaltal hæsta verðs er ákvarðað 0,0091 evrur á mínútu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is