Niðurstaðan er í stuttu máli að engar umsagnir bárust. Nálgast má link á vef stjórnartíðinda í niðurstöðuskjali.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.11.2018–30.11.2018.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.12.2018.
Með reglugerðinni er innleidd með tilvísunaraðferð framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2311 frá 13. desember 2017 um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu.
Með reglugerðinni er innleidd með tilvísunaraðferð framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2311 frá 13. desember 2017 um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2292. Reglugerðin hefur þegar verið birt á íslensku í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB þann 23. ágúst sl. en innleiðingadagur gerðarinnar skv. EES-samningnum var 7. júlí 2018.
Reglugerð ESB hefur aðeins eitt efnisákvæði er lýtur að því að uppfæra vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma innan EES. Nýtt vegið meðaltal hæsta verðs er ákvarðað 0,0091 evrur á mínútu.