Samráð fyrirhugað 19.11.2018—25.11.2018
Til umsagnar 19.11.2018—25.11.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 25.11.2018
Niðurstöður birtar 20.12.2018

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (gildisdagsetningar, virðisaukaskattsskylda alþjóðaflugvalla o.fl.).

Mál nr. 236/2018 Birt: 19.11.2018 Síðast uppfært: 20.12.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 19.11.2018–25.11.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.12.2018.

Málsefni

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (gildisdagsetningar, virðisaukaskattsskylda alþjóðaflugvalla o.fl.).

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar af ýmsum toga.

Í fyrsta lagi lagðar til breytingar á lögunum er varða gildisdag vaxtabreytinga sem nauðsynlegt er að lagfæra. Slík álitamál koma einkum fram þegar álagningu er breytt á fleiri en einu uppgjörstímabili í senn á grundvelli leiðréttingarskýrslu sem oftast er skilað með skattframtali rekstraraðila þannig að skuld og inneign geta myndast við sömu skattbreytingu sem aftur veldur flóknum vaxtaútreikningi. Tillögurnar eru byggðar á skýrslu starfshóps um gildisdagsetningar í virðisaukaskatti sem skilað var til fjármála- og efnahagsráðherra í júní sl.

Í öðru lagi er talið nauðsynlegt að skýra nánar skattskyldu hjá rekstraraðilum alþjóðaflugvalla á Íslandi til samræmis við það sem gildir í nágrannaríkjum okkar. Jafnframt þarf að taka af tvímæli um að tiltekin þjónusta sem veitt er slíkum förum og farþegum þeirra skuli teljast til veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti.

Í þriðja lagi er talin þörf á að lögfesta ný ákvæði um endurupptökuheimildir, endurákvarðanir og enduráætlanir á virðisaukaskatti eftir upphaflega ákvörðun virðisaukaskatts á hverju uppgjörstímabili til samræmis við gildandi löggjöf um tekjuskatt, sbr. lög nr. 90/2003.

Í fjórða lagi er um að ræða leiðréttingu á heimild til færslu innskatts vegna öflunar fólksbifreiða til nota í ferðaþjónustu en í ljós hefur komið að þær heimildir sem bætt var við lögin og í reglugerð um innskatt, eftir að fólksflutningar urðu almennt virðisaukaskattsskyldir frá og með 1. janúar 2016, eru rýmri en áformað var.

Í fimmta lagi er lagt til að kveðið verði nánar á um heimildir erlendra fyrirtækja til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á þjónustu hér á landi í því skyni að koma í veg fyrir mögulega samkeppnisröskun gagnvart innlendum rekstraraðilum.

Í sjötta lagi er um að ræða ýmsar minniháttar breytingar á lögunum eða viðbætur við lögin sem miða að auknum skýrleika og nánari skilgreiningu á tilteknum ákvæðum laganna. Í því sambandi eru m.a. lagðar til breytingar á lögunum er varða afskráningu skattaðila af virðisaukaskattsskrá og skyldu aðila sem felldur hefur verið af virðisaukaskattsskrá til skila á innheimtum skatti í ríkissjóð o.fl.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök ferðaþjónustunnar - 23.11.2018

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar við drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (gildisdagsetningar, virðisaukaskattsskylda alþjóðaflugvalla o.fl.).

Virðingarfyllts

F.h. Samtaka ferðajónustunnar

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Karl Alvarsson - 23.11.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Kv.

Karl A.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök ferðaþjónustunnar - 25.11.2018

Ágæti viðtakandi,

Vísað er í fyrri umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar frá 23.11.2018 en hér í viðhengi er viðbótarumsögn sem lýtur að virðisaukaskattskyldu alþjóðaflugvalla.

Bestu kveðjur

f.h Samtaka ferðaþjónustunnar

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi