Samráð fyrirhugað 21.11.2018—21.12.2018
Til umsagnar 21.11.2018—21.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 21.12.2018
Niðurstöður birtar 05.12.2019

1.-2. verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Mál nr. 237/2018 Birt: 20.11.2018 Síðast uppfært: 05.12.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Niðurstöður samráðs hafa verið birtar í lokaskýrslu þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nánari upplýsingar má finna í niðurstöðuskjali og á heimasíðu nefndarinnar á vef Stjórnarráðsins.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.11.2018–21.12.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.12.2019.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um textadrög fyrstu tveggja verkefna þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Greining tækifæra með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf og tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu.

Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Þá er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er henni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn og lagafrumvarpi um þjóðgarðinn, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins. Loks skal nefndin setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Verklag nefndar er þannig að nefnd vinnur textadrög/tillögur fyrir hvern verkþátt, verkþættir verða svo sett í samráðsgáttina þar sem kallað er eftir athugasemdum. Athugasemdir sem berast verða teknar til skoðunar hjá nefnd og verkþáttur/þættir í kjölfarið kláraðir. Þegar allir verkþættir hafa farið í gegnum sama ferli verða þeir settir saman í heildarskýrslu sem einnig verður sett í samráðsgáttina. Í kjölfar þess mun nefnd skila skýrslunni til umhverfis- og auðlindaráðherra. Ráðgert er að skil fari fram í september 2019.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hrunamannahreppur - 07.12.2018

Sveitarstjórn Hrunamannahrepp tók málið fyrir á fundi sínum þann 6. des s.l. og bókaði eftirfarandi.

14. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Samráðsgátt verkefnis nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Oddviti kynnti samráðsgátt verkefnis nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að skipulagsvald sveitarfélaga verði ekki skert og ekki verði farið í verkefnið án samþykkis sveitarfélaga.

Afrita slóð á umsögn

#2 Eiríkur Jónsson - 12.12.2018

Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands:

Greining tækifæra með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf

og tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu

Fjallskilanefnd Biskupstungna tók málið fyrir á fundi 11.desember 2018 og bókaði eftirfarandi:

Í kaflanum vörur er því ranglega haldið fram að öll sauðfjárframleiðsla í landinu sé gæðastýrð samkvæmt reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 1160/2013. Nokkuð er um að aðilar sem ekki eru innan gæðastýringar nýti afrétti á miðhálendinu. Í kaflanum um öryggi og gæði er uppástunga um að setja þáttöku í gæðastýringu sem skilyrði fyrir sauðfjárbeit í þjóðgarðinum, þarna koma strax fram hugmyndir um að þrengja að hefðbubdnum notum bænda á landinu þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað.

Eins höfum við verulegar áhyggjur af auknu skrifræði og kostnaði sem því fylgir, t.d vegna vottana og lengri boðleiða vegna minni framkvæmda.

f.h Fjallskilanefndar Biskupstungna

Eiríkur Jónsson

Afrita slóð á umsögn

#3 Fljótsdalshreppur - 13.12.2018

Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps 11.12 2018, var eftirfarandi bókað : Oddvita falið að senda inn umsögn sveitarfélagsins um mikilvægi þess að skipulagsvald sveitarfélaga verði ekki skert á því svæði sem um ræðir.

Afrita slóð á umsögn

#4 Ferðafélagið Útivist - 14.12.2018

Nefnd stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Athugsemdir við áfangaskýslu: Greining tækifæra og áherslur í atvinnustefnu.

Ferðafélagið Útivist hefur fylgst náið með umræðum um miðhálendisþjóðgarð og þeirri undirbúningsvinnu sem unnin hefur verið fyrir stofnun þjóðgarðsins. Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi sett þetta mál í málefnasamning sinn og að það sé komið í góðan farveg.

Útivist er aðili að samstarfsverkefni sem ýtt var úr vör í ársbyrjun 2016. Að því verkefni stóðu 28 útivistar- og náttúruverndarsamtök, auk samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmið þessa samstarfs var að skapa víðtæka sátt um þjóðgarð á miðhálendi Íslands á grundvelli viljayfirlýsingar sem samstarfsaðilarnir undirrituðu. Í þessari viljayfirlýsingu eru settar fram forsendur er varða náttúruvernd, aðgengi og réttindi almennings í þjóðgarðinum, tækifæri og aðkomu hagaðila (náttúruverndarsamtaka, útivistarhreyfinga og ferðaþjónustu) að stjórnun garðsins. Afstaða Ferðafélagsins Útivistar til miðhálendisþjóðgarðs er grundvölluð á þessari viljayfirlýsingu og félagið styður stofnun þjóðgarðs sem heldur í heiðri þau sjónarmið sem þar koma fram. Viljayfirlýsingin er hér í viðhengi og er það von okkar að nefndarmenn kynni sér innihald hennar.

Við lýsum yfir almennri ánægju með þau textadrög sem hér eru til umsagnar og teljum að þar komi margt jákvætt fram. Drögin bera með sér ríkan skilning á mikilvægi verndunar náttúru og landslags á hálendinu. Jafnframt er lögð áhersla á rétt almennings til hvers konar útivistar með þeim hætti sem verið hefur til langs tíma og rík hefð er fyrir. Þessu ber að fagna.

Þá kemur fram í drögunum mikilvægi samráðs við njótendur og notendur hálendisins (útivistarfólk, bændur og ferðaþjónustu) og að samskipti við þessa aðila sé jákvætt frá upphafi. Á þetta er rétt að leggja sérstaka áherslu. Við bendum á að frjáls félagasamtök geta stutt ötullega við bakið á þjóðgarði ef gætt er að því að samskiptin séu jákvæð og uppbyggileg. Því miður hefur það ekki verið að öllu leyti raunin í Vatnajökulsþjóðgarði. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er tækifæri til að endurvekja traust og tiltrú útivistarfélaga til þjóðgarða. Það skiptir miklu máli að vandað sé til þessa samráðs og það sé gert af heilum hug.

Í kafla um þjónustu kemur fram að þjóðgarði fylgi aukið þjónustustig á svæðinu. Það er rétt sem bent er á í kaflanum að stofnun miðhálendisþjóðgarðs mun að öllum líkindum auka straum almennings og ferðamanna á miðhálendið og að með aukinni ásókn megi búast við auknum kröfum gesta er varðar þjónustu. Hér teljum við rétt að staldra við. Gildi hálendisins fyrir útivistarfólk og þá ferðamenn sem sækja það í dag liggur ekki síst í þeim einföldu innviðum sem þar eru. Innviðir í dag eru að stórum hluta aðeins frumstætt vegakerfi (vegslóðar) og einfaldir gistiskálar. Þessi tegund innviða fellur vel að umhverfinu og spillir ekki upplifun þeirra sem sækja inn á hálendið til að upplifa hið ósnortna, en þjóna þörfum þeirra afskaplega vel. Jafnframt falla þessir innviðir vel að þeirri náttúruvernd sem er aðal markmið þjóðgarða. Þó vissulega geti þjóðgarðurinn verið tækifæri til aukinnar atvinnustarfsemi við þjónustu ferðamanna og á að vera það, má það ekki verða til þess að spilla því sem í raun er aðal aðdráttarafl miðhálendisins. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af því að miðhálendisþjóðgarður auki ásókn ferðamanna á hálendið umfram það sem æskilegt getur talist, jafnvel verið talað um “massatúrisma” í því samhengi. Slík þróun er ógn við náttúruverndarmarkmið þjóðgarðsins og um leið myndi það spilla verulega upplifun þeirra hópa sem í dag ferðast um hálendið. Væntanlegur miðhálendisþjóðgarður þarf að takast á við þetta. Til þess eru ýmsar leiðir, en ein er sú að marka þá stefnu að innviðir séu með einföldu formi og miði við þarfir náttúrusinnaðra ferðamanna. Það dregur úr hættunni á að ásókn verði meiri en æskilegt er þar sem ferðamenn með háar þjónustukröfur sækja þá síður inn á svæðið. Það er mikilvægt að stefnumörkun varðandi innviði á miðhálendinu taki mið af því hvernig við viljum að hálendið sé, frekar en að brugðist sé stefnulaust við hverri þeirri þjónustueftirspurn sem upp kemur.

Þetta útilokar alls ekki að þjóðgarður skapi atvinnutækifæri í ferðaþjónustu. Það hins vegar hefur áhrif á hvernig ferðaþjónusta er starfrækt innan þjóðgarðsins og hvers konar ferðamenn sækja þangað. Það eru mikil markaðstækifæri í náttúrutengdri ferðaþjónustu þar sem áherslan er á upplifun í náttúrunni. Þau tækifæri eiga aðeins eftir að aukast um ókomin ár.

Að lokum viljum við árétta það sem fram kemur í framangreindri viljayfirlýsingu:

“Einn af hornsteinum hálendisþjóðgarðs er skilningur fyrir nauðsyn þess að útivistarfólk geti nýtt miðhálendið með sjálfbærum og ábyrgum hætti, hvort sem ferðast er akandi, gangandi, ríðandi, hjólandi, róið á vötnum eða þegar farið er til veiða.”

Skúli H. Skúlason

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Fannborg ehf. - 20.12.2018

Góðan dag

Hjálagt er umsögn Fannborgar, ásamt fylgiskjali.

Um leið og við þökkum það tækifæri semveitt var til samráðs.

Virðingarfyllst

Páll Gíslason

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök atvinnulífsins - 21.12.2018

Í viðhengi er sameiginleg umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Veðurstofa Íslands - 21.12.2018

Veðurstofa Íslands vill minna á að um margvíslega náttúruvá er að ræða á miðhálendinu, s.s. aftakaveður, ofanflóð, jarðskjálfta og ekki síst virk eldfjöll sem geta m.a. leitt af sér jökulhlaup. Með aukinni viðveru fólks og uppbyggingu innviða eykst tjónnæmi svæðisins og er því nauðsynlegt að framkvæma hættumat fyrir það til að átta sig á umfangi náttúruváratburða og hvaða mildunaraðgerðir eru tiltækar til að lágmarka áhrif þeirra. Þetta er mikilvægt að gera áður en teknar eru ákvarðanir um uppbygginguna.

Afrita slóð á umsögn

#9 Umhverfisstofnun - 21.12.2018

Hjálagt er umsögn Umhverfisstofnunar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Sveitarfélagið Skagafjörður - 21.12.2018

Á fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12.desember 2018 var samþykkt eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn í samráðsgáttina eftirfarandi umsögn: Ef hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ná fram að ganga er mikilvægt fyrir atvinnuþróun hjá þeim sveitarfélögum sem eiga land innan þjóðgarðs að öll þau störf sem verða til vegna þjóðgarðsins verði á landsbyggðinni. Þar með talin eru störf stjórnar þjóðgarðsins. Ef litið er til Vatnajökulsþjóðgarðs skýtur það skökku við að nánast öll yfirstjórn þjóðgarðsins er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Líta skal til þess að störf sem verða til við nýjan þjóðgarð verði að lágmarki störf án staðsetningar með það að markmiði að efla atvinnu á landsbyggðinni.

Afrita slóð á umsögn

#11 Bændasamtök Íslands - 21.12.2018

Hjálögð er umsögn Bændasamtaka Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#12 Erla Björgvinsdóttir - 21.12.2018

Hjálögð er umsögn Landsvirkjunar með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf og tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Áki Ármann Jónsson - 21.12.2018

SKOTVÍS vil benda á að innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs eru friðlýsingar með ýmsum ákvæðum um veiðar og skerðingu veiða. Verða slíkar friðlýsingar endurskoðaðar við myndun þjóðgarðsins eða munu þær halda sér óbreyttar?

Til dæmis er sjálfsagt að vernda búsvæði og auka líffræðilegan fjölbreytileika svæðis en óþarfi að banna veiðar í framhaldinu á veiðitíma. T.d eru Guðlaugstungur mjög gott dæmi um slíka friðlýsingu.

Guðlaugstungur, Svörtutungur og Álfgeirstungur (Ásgeirstungur) voru friðlýstar árið 2005. Tungurnar eru á hálendinu norðvestan við Hofsjökul. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda víðfeðmt og gróskumikið votlendi og stórt, fjölbreytt og mikilvægt rústasvæði. Svæðið er alþjóðlega mikilvægt fyrir heiðagæs.

Landslagið einkennist af heiðalöndum, votlendi, rústum, mólendi og bersvæði, ám og vötnum. Svæðið er mikilvægt varp- og beitiland heiðagæsar.

Heiðagæsastofninn er sá stofn á Íslandi sem er vannýttastur og telur um 600.000 fugla.

Óþarfi er að banna veiðar á svæðinu á veiðitíma enda eru þær mjög sjálfbærar.

Fh. SKOTVÍS

Áki Ármann Jónsson

Formaður

Afrita slóð á umsögn

#15 Minjastofnun Íslands - 21.12.2018

Með góðri kveðju

Minjastofnun Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Baldur Dýrfjörð - 21.12.2018

Hjálögð er umsögn Samorku - samtaka orku- og veitufyrirtækja um verkefni nendar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Virðingarfyllst, Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Sveitarfélagið Hornafjörður - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Ferðaklúbburinn 4x4 - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Snorri Ingimarsson - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Bláskógabyggð - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Grímsnes- og Grafningshreppur - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Orkustofnun - 27.12.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi