Samráð fyrirhugað 22.11.2018—09.12.2018
Til umsagnar 22.11.2018—09.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 09.12.2018
Niðurstöður birtar 07.02.2020

Drög að reglum um aðfaranám á grundvelli laga nr. 63/2006 með áorðnum breytingum

Mál nr. 238/2018 Birt: 22.11.2018 Síðast uppfært: 07.02.2020
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Háskólastig
  • Framhaldsskólastig

Niðurstöður birtar

Reglur um aðfaranám tóku gildi og eru birtar í stjórnartíðindum

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.11.2018–09.12.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 07.02.2020.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að reglum um aðfaranám á grundvelli laga nr. 63/2006 með áorðnum breytingum. Um nokkurt skeið hefur verið þörf á að uppfæra og laga til reglur um aðfaranám. Hinar nýju reglur eru styttri, einfaldari og skýrari hvað varðar ábyrgð og réttindi.

Endurskoðun á reglum um aðfaranám hefur verið í gangi undanfarin misseri og þá aðallega hvað varðar ábyrgð viðkomandi háskóla, einingafjölda námsins og skipulag þess ásamt aldri nemenda. Í hinum nýju reglum er skýrar kveðið á um ábyrgð viðkomandi háskóla á náminu og skipulagi þess í samræmi við ákvæði laga um háskóla nr. 63/2006. Þá er tekið fram að aðfaranámið sé ekki ígildi stúdentsprófs og uppfylli þ.a.l. ekki almenn inntökuskilyrði í háskóla. Háskóli sem ber ábyrgð á skipulagi aðfaranáms, þ.m.t. mati á fyrra námi og útgáfu prófskírteina, gerir það með þeim hætti að nemendur sem ljúka námi fullnægi að mati skólans inntökuskilyrðum á ákveðnar brautir hans. Aftur á móti er það á valdi annarra háskóla að meta hvort nemendur úr aðfaranámi teljast uppfylla inntökuskilyrði þess skóla.

Ekki er lengur gerð krafa um að nemandi hafi lokið að lágmarki 140 framhaldsskólaeiningum til að geta sótt um að hefja aðfaranám. Aðfaranám getur verið skipulagt sem stök námskeið eða heildstætt undirbúningsnám, ef það er skipulagt sem heildstætt nám skulu nemendur geta lokið því á tveimur önnum til viðbótar fyrra námi. Ef aðgangsviðmið deilda kalla á meiri undirbúning er heimilt að skipuleggja aðfaranám sem þriggja anna nám til viðbótar fyrra námi.

Háskóli sem hyggst bjóða upp á aðfaranám skal gera greinargóða námslýsingu sem tekur til skipulags náms, kennslu og námsmats, umfangs og inntökuskilyrða í samræmi við aðgangsviðmið viðkomandi háskóla. Jafnframt skal þar fjallað um réttindi nemenda við námslok í aðfaranámi. Háskóli ber ábyrgð á að meta fyrra nám, hæfni nemenda og gefur út prófskírteini er staðfestir námslok. Við mat á fyrra námi skal þess gætt að nemendur endurtaki ekki nám sem þeir hafa þegar lokið eða kunna að hafa tileinkað sér í starfi. Í eldri reglum er kveðið á um 25 ára aldursviðmið með ýmsum undanþágum. Reynslan hefur verið sú að lang stærstur hluti nemenda er eldri en 23 ára og aðeins í undantekningar tilfellum eru nemendur yngri en 20 ára í aðfaranámi. Ákveðið var að nota orðalagið fullorðnir nemendur til að undirstrika að aðfaranám er fyrst og fremst ætlað eldri einstaklingum sem ekki hafa lokið tilskyldu framhaldsskólanámi til að geta hafið nám í háskóla. Í lögum um háskóla eru ekki tilgreind aldursviðmið og því óheimilt að setja slíka takmörkun í reglugerð auk þess sem framhaldsskólakerfið sér um menntun barna til 18 ára aldurs.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Kristján Þór Hallbjörnsson - 05.12.2018

Líst afar vel á þetta upplegg.

Þekki af eigin raun.

Frábært