Samráð fyrirhugað 22.11.2018—06.12.2018
Til umsagnar 22.11.2018—06.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 06.12.2018
Niðurstöður birtar

Eyðublað fyrir úttektaryfirlýsingu á íbúðarhúsnæði

Mál nr. 239/2018 Birt: 22.11.2018 Síðast uppfært: 18.11.2019
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.11.2018–06.12.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að eyðublaði fyrir úttektaryfirlýsingu á íbúðarhúsnæði samkvæmt húsleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum.

Í byrjun árs 2017 tóku í gildi lög nr. 63/2016, um breytingu á húsaleigulögum. Með lögunum voru m.a. gerðar þær breytingar á húsaleigulögum að úttekt leiguhúsnæðis og önnur verkefni sem höfðu verið á hendi byggingarfulltrúa eru nú hjá úttektaraðilum og eftir atvikum aðila leigusamninga sjálfra.

Á grundvelli 2. mgr. 4. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994, með síðari breytingum, hefur ráðuneytið lagt drög að eyðublaði fyrir úttektaryfirlýsingu á íbúðarhúsnæði en eyðublaðið mun verða aðgengilegt á rafrænu formi.