Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 10.09.2018 - 15.11.2018
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030, 1. útgáfa

Mál nr. S-124/2018 Stofnað: 10.09.2018
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (10.09.2018-15.11.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030. Aðgerðaáætlunin verður uppfærð í ljósi ábendinga og mun önnur útgáfa koma út á næsta ári.

Markmiðið með aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040.

Þetta er heildstæð áætlun sem samanstendur af 34 aðgerðum á mörgum sviðum. Megináherslurnar eru tvær:

• Orkuskipti í samgöngum, með sérstakri áherslu á rafvæðingu í vegasamgöngum.

• Átak í kolefnisbindingu þar sem skógrækt og landgræðsla gegna lykilhlutverki og markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.

Verkefnastjórn með fulltrúum sjö ráðherra hefur unnið að aðgerðaáætluninni, í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar.

Meðal aðgerða er varða orkuskipti má nefna að hvatar til að fjárfesta í ökutækjum sem losa lítinn koltvísýring verða efldir. Ívilnunum fyrir rafbíla og aðra visthæfa bíla verður haldið áfram og þær styrktar. Kolefnisgjald verður áfram hækkað og almenningssamgöngur styrktar í samræmi við samgönguáætlun. Þá er mörkuð sú stefna að nýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði ólögmæt og er þar miðað við árið 2030.

Ráðist verður í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Áhersla er lögð á að fela félagasamtökum hlutverk, bændum og öðrum vörslumönnum lands.

Þá eru í aðgerðaáætluninni aðgerðir tengdar úrgangsmálum, landbúnaði, sjávarútvegi, fræðslu og fleira. Áhersla er á nýsköpun vegna loftslagsmála og verður Loftslagssjóður stofnaður til að halda utan um slík verkefni.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 04.10.2018

Hjálagt sendist umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga um drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Verkfræðingafélag Íslands - 18.10.2018

Hjálögð er umsögn Verkfræðingafélags Íslands um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 - 2030, 1. útgáfa.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Ólafur Gestur Arnalds - 25.10.2018

Umsögn er í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Sigurpáll Ingibergsson - 30.10.2018

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Reykjavík 30.10.2018

Skuggasundi 1-3

101 Reykjavík

Efni: Umsögn, Sigurpáls Ingibergssonar, hagrænir hvatar og kolefnisbinding

• Aðgerð 24: Loftslagsstefna Stjórnarráðsins

Undirritaður fagnar því að unnið verði að loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og innleiðingu grænna skrefa í ríkisrekstri.

Græn skref í ríkisrekstri hófust árið 2014 og á vefsíðu verkefnisins, graenskref.is sést að um 70 af um 200 stofnunum eða þriðjungur hefur þegar hafið verkefnið. Aðeins fimm stofnanir hafa klárað að innleiða öll fimm skrefin. Þetta gengur allt of hægt. Með aðgerðaáætlun kemur vonandi meiri kraftur í innleiðinguna.

Hagrænir hvatar

Legg ég því til að þær stofnanir sem ekkert gera í sínum málum fái ekki fulla greiðslu á fjárlögum. Séu engin Græn skref uppfyllt, þá dragist 5% af upphaflegri fjárhæð. Sé eitt skref innleitt, þá dragist 4% frá og svo framvegis. Sé ekki lagaheimild fyrir þessu, þá verð lögum breytt til að regla þessi fái strax gildi.

Sama gildir um markmið um loftslagsstefnu stofnana ríkisins. Komi ekki fram áætlun, þá skal umsvifalaust draga frá 5% af upphaflegri upphæð á fjárhagsáætlun.

Til að reikna sótspor stofnana ríkisins og stjórnarráðuneytisins, þá má nýta tól „Loftslagsmæli“ sem notaður hefur verið í vinnu hjá Festu og Reykjavíkurborg til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda fyrir helstu þætti í starfsemi fyrirtækja eða stofnana.

Kolefnisbinding

Stofnanir ættu síðan að kolefnisjafna alla beina losun með viðskiptum við Kolvið, Votlendissjóðinn eða Landgræðslu ríkisins.

Við eigum aðeins eina jörð.

Virðingarfyllst,

Sigurpáll Ingibergsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök ferðaþjónustunnar - 30.10.2018

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2018-2030

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Efla hf. - 31.10.2018

Hjálögð er umsögn EFLU verkfræðistofu um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2018-2030, útgáfa 1.

Fyrir hönd EFLU

Helga Jóhanna Bjarnadóttir

Sviðsstjóri Umhverfissviðs EFLU

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Ólafur Gestur Arnalds - 31.10.2018

Sauðfjárrækt, kolefnisspor og ástand lands. Umsögn Ólafs Arnalds

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Erla Tryggvadóttir - 31.10.2018

Heil og sæl,

Meðfylgjandi er umsögn, Festu - miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030, 1. útgáfa.

Bestu kveðjur,

Erla Tryggvadóttir

framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Björn Hafsteinn Halldórsson - 31.10.2018

Meðfylgjandi er umsögn SORPU bs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Jóhann G. Ólafsson - 31.10.2018

Meðfylgjandi er ályktun Rafbílasambands Íslands í tilefni af Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Virðingarfyllst,

Jóhann G. Ólafsson

Stjórnarformaður Rafbílasambands Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Snorri Sigurðsson - 01.11.2018

Í viðhengi er umsögn Reykjavíkurborgar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Íris Lind Sæmundsdóttir - 01.11.2018

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn OR og dótturfélaga um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum, dags. í dag.

kveðja, Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Anna María Sigurðardóttir - 01.11.2018

Sjá meðf. umsögn Landsvirkjunar varðandi "Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030 - 1. útgáfa".

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Lúðvíg Lárusson - 01.11.2018

Lúðvíg Lárusson, Cand. Psyk., MBA HR og skógarbóndi

Umsögn um Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2018-2030 1. útgáfa

Raðað eftir mikilvægi.

1. Af reynslu minni sem skógarbóndi nefni ég ályktun frá síðasta aðalfundi Landsamtaka skógareigenda 2018 haldinn á Hellu. Lögð var áhersla á eignarrétt skógarbænda á kolefnisbindingunni sem myndast við ljóstillífun trjánna og eru mælanlegar einingar en skógurinn er þinglýst eign skógarbóndans. Með þessu vinnast nokkrir mikilvægir þættir: Sauðfjárbændum og öðrum sem hafa takmarkaða tekjumöguleika verður gert kleift að söðla um og auka við tekjur sínar enda þótt lömbin sem árvisst koma af fjalli eru eign sauðfjárbóndans en ekki ríkisins þó ærlegur fjárstuðningur fylgi framleiðslunni en sama ætti að gilda um kolefnisbindinguna sem staðfesta framleiðslu skógarbóndans. Með þessu vinnst tvennt að sauðfjárbændur sem fara í kolefnisbindandi skógrækt afla tekna fyrir verkið en samtímis er hægt að minnka eða jafnvel stöðva beitarálag á viðkvæm svæði á afréttum hálendisins sem verður fljótlega í almannaeigu en ekki séreign þeirra.

2. Með þessu getur gróður farið að taka við sér á hærri og hrjóstrugum svæðum, stráum farið að fjölga, blóm og trjátegundir farið að sá sér og lifa af við beitarleysið og farið líka að binda kolefni. Á fræðaþingi landbúnaðarins fyrir nokkrum árum var það staðfest að tvílembd ær étur um 5 kg af blautfóðri á dag yfir sumarbeitina sem eru þá þessi lýjur. Gróft áætlað verða þá hátt í hundrað þúsund tonn flutt út, ár hvert. af þessum hálendisgróðri með ærnum tilkostnaði. Fáir hvatar gætu að vera sterkari en að fá laun í krónum og aurum fyrir það að planta iðnaðarskógi og að binda kolefni svo framarlega sem menn ganga ekki fram af sér við það. Með þessu er hægt að losa sauðfjárbændur úr þeirri fátæktargildru sem sláturverð og lokaðir markaðir bjóða upp á.

3. Styðja þarf við rannsóknarstörf Skógræktarinnar til að styrkja mótstöðuafl hinna ýmsu trjátegunda hérlendis gegn frávikum í veðurfari og skordýrafaraldri til lifa betur af í heimi sem er að breytast. Þá má bæta við trjátegundum sem þrífast í votlendi og nýta þannig mun stærri svæði til kolefnisbindingar en hingað til hefur verið gert og ætti það að vera smjörklípa fyrir suma. Hvatt er til að eyða „kynþáttafordómum“ gagnvart öðrum trjám en þeim sem voru hér við landnám því ekki má gleyma að löngu fyrir þann tíma óx hér japanskur rauðviður (cryptomeria japonica). Með erfðaþróun á birkinu yfir í „Emblu“ er verið að betrumbæta þá tegund og gera má ráð fyrir að það þurfi fyrir allar trjátegundir sem ætlaðar eru til iðnaðarframleiðslu hérlendis sömuleiðis. Þar sem Ísland hefur tapað 1.6 milljarði tonna af kolefni úr jarðveginum síðan um landnám* höfum við varla efni á öðrum en að fjármagna skógræktina vel því ekki má gleyma að fræbankarnir eru þeir öflugustu sem við getum treyst á.

4. Ákveðinn vandi er fólginn í að ein skógræktarlota fyrir högg varir fjórar kynslóðir þannig að styðja þarf við það heildar ferli með nægilegum hætti til að það stöðvist ekki að ástæðulausu. Þetta má gera með ráðgjöf og fræðslu.

*Úr mastersritgerð Þóreyjar Dalrósar Þórðardóttur 2004

Post scriptum Ég fagna þessari yfirgripsmiklu áætlun og óska henni góðs gengis. Virðingarfyllst,

Lúðvíg Lárusson

Afrita slóð á umsögn

#17 Pétur Reimarsson - 01.11.2018

Í viðhengi fylgir umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Samtök iðnaðarins - 01.11.2018

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum 2018-2030.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

lögfræðingur SI

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Albert Svan Sigurðsson - 01.11.2018

Sjá endursent viðhengi, með breyttum undirskriftum, vinsamlegast ekki nota eldri útgáfuna sem send var 31.10.2018.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Sólveig Ása Eiríksdóttir - 02.11.2018

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030, 1. útgáfa

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Ágúst Örvar Hilmarsson - 05.11.2018

Vantar að huga að tvinnbílum og endurnýtingu/förgun rafgeyma.

Æskilegt að tvinnbílar fái ekki sömu ívilnanir og 100% rafbílar. Mætti búa til gjadaflokk t.d. mitt á milli jarðolíubíla og rafbíla, fyrir tvinnbílana, þar sem þeir eru ekki eins umhverfisvænir í notkun. Myndi líka ýta fólki til að frekar fjárfesta í rafmagnsbíl frekar en tvinnbíl.

Mjög nauðsynlegt er líka að vinna strax að því hvernig farið verður með endurnýtingu og/eða förgun rafgeyma.

Endingartími rafgeyma í rafmagnsbílum er áætlaður 8 til 10 ár og því má gera ráð fyrir að eftir nokkur ár muni þessir geymar fara að hrannast upp til förgunar.

Möguleikar eru á að nýta þá fyrst um sinn í einskonar geymabönkum þar sem margir geymar væru settir í þar til gerðar skemmur og tengdar inn á rafdreifikerfið. Þannig myndu þeir virka sem ákveðin "buffer" við sveiflum í rafkerfinu og varaafl ef framleiðslurof verður í skamman tíma. Hugsanlega má nýta rafgeyma á þennan hátt í einhver 10 ár til viðbótar.

Einnig væri hægt að bjóða slíka geyma á lágu verði til þeirra sem hafa áhuga á að setja upp sólarrafhleðslu heima fyrir eða í sumarhúsum.

Þetta kæmi þó ekki í veg fyrir að það þarf fljótlega að huga að því hvernig förgun á rafgeymum skal eiga sér stað.

Á að flyta þetta allt erlendis og farga þar, eða er hægt að forvinna förgun hér heima og nýta eitthvað af þeim efnum sem falla til í öðrum iðnaði og minnka þannig innflutning á öðrum sviðum?

Hér eru ýmsir möguleikar sem vert er að skoða strax svo ekki fari að myndast vandamál hvað þetta varðar eftir fáein ár.

kv.

Ágúst Hilmarsson

Afrita slóð á umsögn

#23 Bændasamtök Íslands - 12.11.2018

Góðan dag,

Hjálögð er umsögn Bændasamtaka Íslands um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030, 1. útgáfu.

F.h. Bændasamtaka Íslands,

Guðrún Vaka Steingrímsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Valdimar Össurarson - 13.11.2018

Sjá meðfylgjandi athugasemdir og ábendingar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Valorka ehf - 13.11.2018

Sjá meðfylgjandi athugasemdir og ábendingar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Landvernd - 14.11.2018

Sjá meðfylgjandi umsögn Landverndar um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#27 Aðalsteinn Sigurgeirsson - 14.11.2018

Hjálagt sendist umsögn Skógræktarinnar um drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

F.h. Skógræktarinnar,

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Benedikt Stefánsson - 14.11.2018

Meðfylgjandi er umsögn Carbon Recycling International - CRI hf. um aðgerðaráætlunina.

Afrita slóð á umsögn

#30 Kristján Oddsson - 14.11.2018

Erindi: Umsögn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, um þann hluta sem snertir landbúnað.

Afrita slóð á umsögn

#31 Hlynur Gauti Sigurðsson - 15.11.2018

Frá Landssamtökum skógareigenda (LSE)

LSE fagnar aðgerðaráætlun stjórnvalda til loftslagsmála.

Verkefnið er skýrt og úrræðin verða af ýmsum toga.

Félagsmenn LSE eru tilbúnir í stóraukna skógrækt.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#32 Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir - 15.11.2018

Umsögn Grænni byggðar um aðgerðaráætlun í loftslagmálum

1. INNGANGUR

Grænni byggð fagnar því að það sé komin fjármögnuð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.

Að mati Grænni byggðar er þó þörf á róttækari, fjölbreyttari og markvissari mælanlegum aðgerðum en þeim 34 aðgerðum sem koma fram í áætluninni.

Það er almenn samstaða að loftslagsvandinn sé ein helsta ógn samfélagsins og að tími til aðgerða er núna. Á stjórnmálamönnum samtímans hvílir því afar mikil ábyrgð í þessum efnum, hvernig við bregðumst við á næstu árum er afgerandi fyrir framtíð okkar.

Stjórnvöld hafa einnig sagt að þau vilja að Ísland sé góð fyrirmynd í loftslagsmálum og við verðum því að gera betur en aðrir og betur en núverandi aðgerðaráætlun leggur upp með ef það á að verða að veruleika.

2. VALDAR ÁHERSLUR OG SKORTUR Á ÁHERSLUM

Grænni byggð fagnar áherslum varðandi orkuskipti í samgöngum. Orkuskipti í samgöngum með aukinni rafbílavæðingu og rafhjólavæðingu er mjög jákvæð. Einnig er jákvætt að auka hlutfall vistvænna bifreiða sem ganga t.d. fyrir metani eða vetni.

Á sama tíma og Grænni byggð fagnar áherslu á orkuskipti í vegsamgöngum saknar Grænni byggð mun sterkari áherslu á fjölbreyttan ferðamáta í aðgerðaráætluninni.

Grænni byggð vill að ríkisfjármögnun í Borgarlínuna verði tryggð í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Í samgönguáætlun til næstu fimm ára er staðan sú að ríkisfjármögnun í Borgarlínu er heldur ekki tryggð. Fjármögnun í Borgarlínu þarf að vera tryggð og í forgangi í loftslags- og samgöngumálum.

Grænni byggð saknar einnig sérstaklega að það sé engin áhersla lögð á byggingargeirann í aðgerðaráætluninni. Þrátt fyrir að byggingariðnaðurinn skori ekki hátt í þeim tölum sem lagðar eru fram varðandi losun Íslands, þá stendur byggingariðnaðurinn fyrir mikilli beinni og óbeinni losun. Kolefnisspor frá byggingariðnaði og hinu byggða umhverfi þarf að kortleggja betur á Íslandi og ætti sú kortlagning að vera aðgerð í aðgerðaráætluninni. Núverandi tölum um losun er ábótavant í þessum málaflokki. Hvernig við staðsetjum, hönnum, byggjum, rekum og tökum niður byggingar er mikilvægt umhverfis- og loftslagsmál. Ef við vitum ekki stöðuna nógu vel er erfitt að setja sér markmið. En byggingarframkvæmdir og rekstur bygginga á Íslandi getur verið mun kolefnisvænni og umhverfisvænni en í dag og við verðum að sjá jákvæða framþróun í þeim geira eins og í öðrum geirum.

Viðhald í ríkisreknar byggingar er loftslagsmál, hvernig við viðhöldum eða viðhöldum ekki byggingum okkar getur leitt til óþarfa nýbygginga með tilheyrandi loftslagsáhrifum. Það þarf að leitast við að nýta núverandi byggingar eins vel og hægt er og veita fjármagni í nauðsynlegt viðhald til að lengja líftíma bygginga.

Einnig saknar Grænni byggð mun róttækari aðgerða – hvötum varðandi að auka hlutdeild hjólreiða í þéttbýli. Hjólandi vegfarendum er að fjölga með aukinni vitund um umhverfismál og lýðheilsumál og mikilvægt að nýta sér það. Grænni byggð hvetur til þess að í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum séu mælanleg markmið varðandi fjölda hjólreiðaferða um að hjólreiðar verði 8% af ferðum landsmanna og 10-15% af ferðum í stærri bæjum fyrir 2025.

AÐGERÐIR SEM ÆTTU AÐ FARA INN Í AÐGERÐARÁÆTLUN

♣ Fjármögnun Borgarlínu

♣ Kortleggja betur losun frá byggingariðnaði og mannvirkja framkvæmdum

♣ Að ríkið setji sér markmið um að byggja t.d. fimm byggingar með eins lágt kolefnisspor og hægt er, t.d. um 50-70% lærra en venjuleg bygging

♣ Fjármagna vistferilsgreiningar á a.m.k fimm opinberum byggingarframkvæmdum árið 2019 til þess að auka þekkingu

♣ Aukin áhersla og markmið varðandi innleiðingu á hringrásarhagkerfinu í framleiðslu og neyslu

♣ Stuðla að og innleiða fjárhagslega hvata og flýtimeðferðum fyrir vistvænar byggingar

♣ Eyrnamerkja aukið fjármagn í innviði fyrir hjólreiðar, 10% af nýframkvæmdafé.

♣ Fella niður virðisaukaskatt á hjólum, rafmagnshjólum og hjólaviðgerðum.

♣ Fjárveiting í verkefnið um Græna stíginn í Græna treflinum á höfuðborgarsvæðinu og stuðla að bættu samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (fyrirmynd vegurinn frá Akureyri inn á Hrafnagil).

♣ Fjárhagslegir hvatar fyrir sveitarfélög sem setja sér ákveðin markmið varðandi vistvænar samgöngur og ná þeim að fyrirmynd norðmanna.

♣ Verkefni sem stuðla að því að tryggja þekkingu á viðgerðum fyrir hjólreiðar, rafmagnshjól og rafmagnsbíla.

♣ Heilstæð stefna um staðsetningu á ríkisrekinni þjónustu við þéttbýliskjarna/almenningssamgöngur.

♣ Markmið um að hjólreiðar verði 8% af ferðum landsmanna og 10-15% af ferðum í stærri bæjum fyrir 2025.

♣ Landsáætlun varðandi gangandi vegfarendur.

♣ Setja á fót samráðshóp sveitarfélaga varðandi aðgerðir og markmiðasetningu í loftslagsmálum og grænum lausnum.

♣ Fjárhagslegir hvatar til orkuskipta fyrir atvinnutæki, t.d. gröfur og aðrar vinnuvélar (jarðefnaeldsneytisfrí vinnusvæði).

♣ Ríkisreknar stofnanir hafi sýnilegar hjólageymslur fyrir bæði starfsmenn og gesti (með hleðslumöguleika fyrir rafhjól og viðgerðastæði fyrir hjól)

♣ Tryggja betur umferðaröryggi við grunn-, framhalds- og háskóla og við íþróttamannvirki fyrir gangandi og hjólandi.

♣ Fella niður skatta og gjöld á framkvæmdir sem stuðla að vistvænni samgöngum hjá fyrirtækjum, t.d. eins og byggingu á hjólageymslu eða byggingu á sturtuaðstöðu.

♣ Kortleggja samgöngumáta framhaldskóla og háskólanema, og setja sér markmið um að hlutfall þeirra nema sem að nýta vistvænar samgöngur væri a.m.k 50% fyrir 2023.

♣ Betri samvinna á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga varðandi vegaframkvæmdir og aðgerðir varðandi hjóla og göngustíga

♣ Allar flugferðir ríkisstarfsmanna, bæði í innanlandsflugi og í millilanda flugi ætti að kolefnisjafna frá og með 2019.

♣ Að fjárfesta í góðum fjarfundabúnaði á stærri opinberum vinnustöðum þar sem vinnufundir erlendis eru oft á ári.

♣ Útbúa staðla/viðmiðunarreglur um gerð hjólreiðamannvirkja

♣ Byggja stofnbrautir fyrir reiðhjól milli sveitarfélaga og hverfa

♣ Gera útreikningar á kolefnisspori framkvæmda eðlilegan hlut af umhverfismati. Með slíkri kortlagningu er hægt að fara í tilhlýðlegar mótvægisaðgerðir við losun.

♣ Auka fræðslu varðandi nýtingu á varmadælum fyrir heimili/sumarhús/hótel utan hitaveitu.

♣ Draga úr orkusóun í byggingum með aukinn fræðslu og herða byggingarreglugerð varðandi einangrunargildi í skel

3. ATHUGASEMDIR VIÐ ÁKVEÐNAR AÐGERÐIR

4. Nýskráning dísel- og bensínbíla verði óheimil eftir 2030.

Engin ástæða fyrir því að vera eftirbátar norðmanna í þessu, en þeir hafa sett sér þetta markmið fyrir 2025. Ísland ætti einnig að gera það.

19 Landgræðsla: Efling landgræðslu til kolefnisbindingar Framkvæmd:

Mikilvægt að huga að landgræðslu og vistkerfum í þéttbýlum líka, t.d. með aukinn áherslu á blágrænar regnvatnslausnir og græna innviði. Það er hægt að nýta byggingar betur til dæmis með aukinni áherslu á græn þök og græn svæði.

23. Loftslagssjóður: Stuðningur við nýsköpun á sviði loftslagsmála Framkvæmd:

Loftslagssjóðinn þarf að styrkja og hann þarf að opna fyrir verkefnum sem fjalla beint um aðgerðir sem draga úr losun, ekki eingöngu nýsköpunarverkefni. Til dæmis kostnað varðandi fræðsluverkefni, fjármögnun á fjarfundabúnaði og betri innviði fyrir rafhjól/rafbíla og betri aðstöðu til flokkunar og endurvinnslufarvegi í úrgangsmálum.

Fyrir hönd Grænni byggðar

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri,

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, stjórnarformaður

(P.S. sent inn í gegnum Safari vafrann, og það virtist ekki eins og það hafi virkað að senda umsögnina í viðhengi í pdf...)

Afrita slóð á umsögn

#33 Valgerður Gréta Benediktsdóttir - 15.11.2018

Í viðhengi er umsögn frá samgöngusérfræðingum hjá Strætó bs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#34 Katrín María Andrésdóttir - 15.11.2018

Meðfylgjandi er umsögn sem stjórn Sambands garðyrkjubænda samþykkti á fundi sínum 15. nóvember 2018.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#35 Umhverfisstofnun - 15.11.2018

Meðfylgjandi er umsögn Umhverfisstofnunar um Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2018-2030, 1. útgáfu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#36 Viðskiptaráð Íslands - 15.11.2018

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030, 1. útgáfu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#37 Sigurjón Norberg Kjærnested - 15.11.2018

Góðan daginn.

Meðfylgjandi er umsögn Samorku - Samtaka orku- og veitufyrirtækja.

mbkv.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#38 Árni Finnsson - 15.11.2018

Umsögn Náttúruverndarsamtaka Íslands, aukin og endurbætt.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#39 Auður Nanna Baldvinsdóttir - 15.11.2018

Umsögn Grænu orkunnar, samráðvettvangs um orkuskipti.

Viðhengi